Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 10

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 10
Nýjasta framkvæmd SÍF er þessi gríðarmikla birgða- og kœligeymsla sem fyrirtækið er að byggja í Hafnarfuði. Húsið verður tekið í notkun á fyrsta hluta nýs árs. irtæki í Grikklandi með svipuðu fyrir- komulagi og á Spáni og herja þannig á þann markað með auknum þunga. Vel horfi í sambandi við Spán og ástandið sé í heildina séð mjög gott. En hvað með Asíu? „Kínverjar og Kóreubúar borða vissulega nokkuð af sölt- uðum afurðum, að mér skilst, en við höfum ekkert selt þangað. Ástæðan er sú að þeir borga lágt verð og það er dýrt að flytja vör- una austur til þeirra. Þar fyrir utan hefur eftirspurnin verið nægjanleg á öðrum mörkuðum fyrir það hráefni sem við höfum getað náð í." Gunnar segir að íslenski salt- fiskurinn hafi alveg einstaka stöðu á markaðnum þar sem gæðin hér séu einfaldlega meiri en gerist bæði í Nor- egi og í Færeyjum. Þetta hafi þó örlítið verið að breytast upp á síðkastið þar sem að í þessum löndum hafi menn verið að taka sig á í þessu sambandi. „íslenski saltfiskurinn hefur enn sem komið er yfirburðastöðu þegar rætt er um gæði og það er arfleifð frá gamla SÍF. Á sínum tíma var sett upp mjög öflugt leiðbeiningarkerfi um framleiðslu á saltfiski og menn stund- uðu töluvert mikla þróunar- og rann- sóknarvinnu. Við búum enn að þeirri vinnu," segir Gunnar Örn og bætir við að á „varnarárunum", 1994 og 1995, „Landvinnslan skapar bœði verðmœti og atvinnu og því miklir hagsmunir í húfi að henni verði sköpuð góð skilyrði." hafi menn þurft að draga saman segl og þá hafi lítið verið lagt upp úr slíku starfi. Nú hafi því aftur verið breytt og töluverðu fjarmagni sé varið til þessara hluta, bæði í móðurfyrirtækinu og dótturfyrirtækjunum. Þar að auki er rekin sérstök eftirlitsdeild innan SÍF. Þar vinna sex starfsmenn við að ferð- ast á milli framleiðenda og leiðbeina þeim og hjálpa við að halda sér á réttri braut. Gunnar segir íslenska sjómenn og íslenskt fiskvinnslufólk sérlega vel meðvitað um að með góðri með- höndlun frá fyrsta stigi til hins síðasta megi ná hæsta verði fyrir hráefnið. Best svona Aðspurður til hvers menn horfi í sam- bandi við þróunar- og rannsóknar- vinnunna segir Gunnar Örn það vera að gera þessar vörur enn neytenda- vænni, auðvelda neytendum að mat- reiða hana. Hann segir fyrirtækið með ýmislegt á prjónunum í þeim efnum en verður leyndardómsfullur á svip og lætur lítið uppi um við hverju megi búast. Gunnar segir að uppistaðan í hrá- efninu héðan fari í einhvers konar formbreytingu eða framhaldsvinnslu. í Portúgal, sem er langstærsti saltfisk- markaður í heiminum í dag, fari allur saltfiskur til þurrkunar. Gera megi ráð fyrir að markaðurinn sé um 120 þús- und blautfiskígildi á ári. í Frakklandi sé saltfiskurinn sömuleiðis þurrkaður en á Spáni seldur blautverkaður. Þar sé hann þó seldur til útvatnara sem skeri hann niður og útvatni og geri hann tilbúinn til eldunar. En eigum við ekki að reyna að vinna þessa vöru meira hérna heima? „Það er svolítið snúið mál. Þessi þurrkun hefur einhverra hluta vegna ekki gengið upp hérna heima. Við erum ekki sam- keppnisfærir við Norðmenn og Portúgali, þ.e.a.s. þessi stóru þurrkfyrirtæki, eins og Nord Morue. En í sjálfu sér held ég að menn séu ekkert ósáttir við þá stöðu sem við erum í nú. Ég tel að gagnvart framleiðendum sé þetta best með þessum hætti og sé ekki að það að fara að skera fiskinn niður hér og bæta inn einhverri vinnslu myndi skila sér í aukinni framlegð til fram- leiðenda." Gunnar ítrekar að það sé ekki svo að hér sé ekkert verið að vinna salt- fiskinni. Hér sé verið að selja útvatn- 10 MjiIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.