Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 9

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 9
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI fyrirtæki sem eru framleiðslufyrirtæki með samtals um tólf hundruð milljón- ir króna í ársveltu og um 100 manns í vinnu. „Allt þetta hefur gerst síðustu þrjú til fjögur árin. Þar er að vísu Nord-Mor- eu undanskilið en við endurbyggðum það fyrirtæki algerlega '95 og '96. Gamla SÍF var eingöngu að vinna með íslenskan saltfisk en það hefur breyst þótt segja megi að sem fyrr sé íslenski saltfiskurinn undirstaðan. Við erum að vinna með norskan saltfisk, bæði með ISLANDIA norskum framleiðendum og eins í gegnum dótturdótturfyrirtæki okkar. Við erum með góð viðskipti og sam- bönd við færeyska framleiðendur þar sem við kaupum töluvert magn á ári hverju og loks má nefna að Sans Souci kaupir hráefni til fullvinnslu af kanadískum framleiðendum. Af öllu þessu má sjá að við erum með miklu breiðara fyrirtæki en áður, áhættunni er dreift meira nú og það er auðvitað mjög mikilvægt." Dekka nánast alla markaði Aðspurður um áherslur SÍF þessa dag- ana segir framkvæmdastjórinn að með kaupunum á Sans Souci sé verið að dekka nánast alla markaði sem saltfisk- ur sé seldur á. Hann segist sjá verulega möguleika á því að auka hlut fyrirtækisins á Ameríkusvæðinu og horfir björtum augum til Brasilíu þar sem fyrirtækið þurfi að auka hlutdeild sína. Gunnar segir markaðsstöðuna mjög sterka á Ítalíu og þar vilji menn halda sínum hlut. Síðan hafi verið tek- in ákvörðun um að stofna sérstakt fyr- Hver er maðurinn? unnar Örn Kristjánsson er fæddur í Reykjavík 1955 og alinn upp í Bústaðahverfinu. Hann tók stúdentspróf frá Verslunarskóla íslands árið 1976 og lauk síðan prófi í viðskiptafræði frá Háskóla íslands árið 1981. .öggildingu til endurskoðunar fékk hann 1984 og starfrækti endurskoð- unarstofu ásamt öðrum í ein tíu ár áður en hann fór að vinna fyrir SÍF. Þar byrjaði hann sem endurskoðandi en tók við framkvæmdastjórastöðunni um áramót 1993-'94. unnar er kvæntur Birnu Hafnfjörð sem starfar í Prentsmiðjunni Odda. Þau eiga fjögur börn; Kristján Rafn, 21 árs, Auðunn Örn, 20 ára, Andra Björn, 15 ára, og Tinnu Björk, 3 ára. unnar Örn var mikið í íþróttum á yngri árum, lék um árabil í efstu deild knattspyrnunnar með Víkingum og unglingalandsliðinu á sínum tíma. Hann hætti allri boltaiðkun árið 1981 og hefur ekki snert fótbolta síðan. í frístundum segist hann fara töluvert á skíði og hafa gaman af því að veiða. rístundirnar mættu þó að ósekju vera fleiri. Hann borðar mikinn fisk, „saltfisk að sjálfsögðu" og hann vill Gunnar matreiða að hætti Spánverja. unnar átti erfitt með að svara því hvað hann yrði að gera eftir tíu til tuttugu ár. Hann sagðist vel sjá sig fyrir sér ennþá í vinnu hjá SÍF. Þar væri gott að vera og á honum væri ekkert fararsnið. ÆGIR 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.