Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 50

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 50
Jón Þ. Þór: Aðdragandi og upphaf þilskipaútgerðar á Norðurlandi á 19. öld s Olíkt því sem gerðist á Vesturlandi og Vestfjörðnm, komst þilskipa- útgerð ekki á legg á Norðurlandi fyrr en komið varfram um miðja 19. öld. Þar ollu ólíkir atvinnu- og búnaðar- haettir mestu en sjávarútvegur hafði aldrei jafn mikla þýðingu fyrir af- komti Norðlendinga og Vestlendinga. Landbúnaður hefur um allar aldir verið höfuðatvinnuvegur Norðlend- inga og þótt sjávarútvegur vœri að vísu stundaður í útsveitum norðan- lands, dugði það sjaldan til að full- nœgja þörfinni fyrir fiskmeti í fjórð- ungnum. Afþeim sökum sendu norð- lenskir bcendur jafnan vinnumenn sína í verið á Suðurnesjum og undir Jökli og heimildir ern um að norð- lenskir vermenn hafi farið suður yfir Vatnajökul og róið úr ver- stöðvum í nesjum og Hornafirði. Ber þá enn að hafa í liuga, að fiskgengd var jafnan mest við Norðurland á vorin og sumrin en þá þurftu bœndur á öllu sínu fólki að halda við lieyskap og önnur bústörf. Eina tegund veiðiskapar höfðu þó Norðlendingar um langan aldur stundað af engu minna kappi en aðrir, en það voru hákarlaveiðar. Ekki er vitað hvenær fyrst var tekið að veiða hákarl til matar fyrir Norður- landi, en það hefur vafalaust verið snemma, og víst er að á 16. öld var há- karl orðinn útvegsbændum á Norður- landi drjúg búbót. Á síðara hluta 18. aldar var sá siður að fara í hákarlalegur á vormánuðum orðinn algengur nyrðra og í ritgerð sinni „Um sjávar- afla", sem birtist í VII. bindi Rita hins íslenska Lærdómslistafélags, iýsti Ólaf- ur Stefánsson, stiftamtmaður, útbún- aði hákarlamanna svo: Aðrir fara í legur, er svo kallast, fyrir hákarla; eru það gjarnan áttœringar út- búnir með tvennum hákarlasóknum, gjörðum af faðmslöngum járnhlekkjum með stórum öngli á sigumagla; sóknirnar eru bundnar á þrísnúið fœri, stjórafceris digurð, er keipað verður fyrir hákarlinn. Þegar kom fram yfir aldamótin 1800 færðust hákarlaveiðar í aukana, en þá var hákarlalýsi orðið eftirsótt ljósmeti og notað til að lýsa upp borg- ir í Evrópu. Þá tóku vetrarróðrar að tíðkast á Norðurlandi, en kaupmenn buðu gott verð fyrir lýsið og mörgum norðlenskum útvegsbóndanum þótti jafnvel fýsilegra að senda menn í há- karlalegur en á vertíð í öðrum lands- hlutum. Kalsamar þóttu þó hákarlaleg- ur að vetrarlagi og kölluðu á breyting- ar í gerð og útbúnaði skipa, eins og sjá má af eftirfarandi lýsingu Gils Guð- mundssonar í Skútuöldinni: Strax og vetrarróðrar byrjuðu á Norð- urlandi sköpuðu þeir nauðsyn nýrra skipa, stœrri og betri en áður höfðu tíðk- azt þar um slóðir. Fleygði skipagerð all- mjög fram á fáum áratugum og vom smíðuð skip til hákariaveiða sérstaklega, með öðm lagi en verið hafði. Var þeim eingöngu róið í tveggja og þriggja sólar- hringa legur að vetrinum og nefndust því vetrarskip. Skip þessi vom stór og viða- mikil, enda bám mörg þeirra 6-8 tonn í sœmilegu veðri. Oftast voru vetrarskipin mjög lotuð að framan en með gafli að aftan. Allvel sigldu þau, ef byr var góður, og þoldu býsna mikinn vind. Aftur á móti vom þau þung undir ámm og mátti telj- ast frágangssök að róa þeim nokkuð að ráði. Lengi framan af voru há- karlaskip þessi skýlislaus með öllu. Urðu skipverjar að hreiðra um sig upp við þóttur eða lifrarkassa, þegar þeir vildu hvíla sig eða fá sér blund. Má geta nœrri, hversu notalegt það var um hávetur á hafi úti. Um miðja öldina tóku menn að refta yfir skut og barka vetrarskipa. Mynduðust við það tvö dálítil skýli á skipi hverju. Nefndust þau framrúffog aftumíff. Jafnhliða þessu vom skipin stœkkuð, svo sum þeirra báru allt að 80 tunnum lifrar. Hákarlakass- amir vom að jafnaði í miðrúmunum þremur. Náðu þeir á milli þótta um mitt skipið, en voru ekki breiðari en svo, að rúm var fyrir rœðara á báða vegu. Kassar þessir voru að sjálfsögðu sterkir mjög og Skipverjar á hákarlaskipunum hreiðruðu um sig við þóttur eða lifrarkassa til að sofa. 50 AGBR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.