Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1997, Side 15

Ægir - 01.12.1997, Side 15
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI samræmi við þróunina annars staðar þá komi oftast upp endurvinnslufyrir- tæki við hlið plastframleiðslufyrirtækj- anna sem sinni endurvinnsluþættin- um og sérhæfi sig í þeim lausnum. Steinar segir að í þessu sambandi megi nefna Sagaplast og Endurvinnsluna hf. en þessi fyrirtæki hafi bæði safnað plasti og stuðlað að endurvinnslu, mest þó í formi útflutnings til stærri endurvinnslufyrirtækja í Evrópu. „Mér finnst samt ólíklegt að það geti komið upp stórir aðilar í endur- vinnslu á plasti hér innanlands enda er markaðurinn lítill og söfnunarþátt- urinn er kostnaðarsamur. Samt er slíkt mun líklegra til að lifa ef menn ná að finna einhverja vöru til að framleiða úr hráefninu sem hefur möguleika á markaði og er innan marka í kostn- aði." Steinar segir að hjá Sæplasti hafi menn fundið fyrir að kaupendur kerj- anna höfðu vaxandi áhuga fyrir kerj- um með endurvinnslumöguleika þannig að auðveldara væri að koma kerjunum í lóg þegar líftími þeirra væri á enda. Það sem var einnig drif- krafturinn í þróunarverkefninu á end- urvinnanlegu kerjunum var að ker, framleitt á þennan hátt eru miklu sterkari, burðarmeiri og endingarbetri en eldri gerðin. „Umræðan er í raun á mjög vist- vænum nótum og sjónarmiðið er al- mennt ekki lengur á þann veg að lengi taki jörðin við ruslinu. Það hafa allir fyrir löngu séð að það er gamaldags hugsunarháttur og auðvitað vilja iðn- fyrirtæki, eins og Sæplast, taka þátt í þróuninni og leggja sitt af mörkum," segir Steinar. Kúla sem þolir 2000 metra dýpi Eins og sagði að framan hefur Sæplast nýverið sett á markað djúpsjávarkúlu úr plasti en þar er um að ræða nokkuð hefðbundna trollkúlu með miðgati sem þolir að fara niður á hátt í 2000 metra dýpi án þess að springa. Að baki Unnið að trollkúluframleiðslu í sprautu- steypusal Sœplasts lif. þessari framleiðslu liggur saga allt aft- ur til ársins 1992 en að verkefninu hefur verið unnið með hléum á tíma- bilinu. Árið 1992 sneri Sæplasts sér til sérfræðinga Iðntæknistofnunar með þá spurningu hvort hægt væri að þróa hefðbundna trollkúlu með miðgati sem stæðist það álag sem er á svo miklu dýpi og þar með var ráðist í til- raunir. „Við fengum Iðntæknistofnun til að vinna vísindalega að þróun kúl- unnar. Fyrsti hluti verkefnisins fólst í burðarþolsmódeli en eftir tveggja ára hlé tókum við þráðinn upp aftur árið 1994 og fórum þá að huga að eigin- legri þróun vörunnar, efni í framleiðsl- una og öðru. í raun má segja að það sé ekki verið að veiða á svona djúpum sjó en þar sem plastið þreytist með tímanum og notkun þá var nauðsyn- legt að setja markið fyrir þol kúlunnar mjög hátt. Það sem við vorum að nálgast í verkefninu var að finna hefðbundna trollkúlu með miðjugati sem gæti farið niður á þetta mikla dýpi og það tókst. Þetta er því framleiðsla sem hefur sér- stöðu og raunar sýnist okkur að það séu fáar plastkúlur frá framleiðendum í Evrópu sem þola þetta dýpi. Að baki henni liggur því bæði vandaðra efni en í öðrum trollkúlum og einnig hitt að framleiðslan á að baki sér mjög ítar- lega þróunarvinnu og með vísindaleg- um hætti var fundið út hvernig fram- leiðslan þyrfti að vera. Við vorum dálítið tvístígandi um að markaðurinn tæki við framleiðslu af þessu tagi því kúlan er umtalsvert dýr- ari en hefðbundnar trollkúlur en við- tökurnar voru þannig að kúlan hefur sannað sig sem eftirsótt vara," segir Steinar Magnússon. Steinar við stykki sem sagað er úr endurvinnanlegu Sœplastkeri. Eins og sjá má er miðjan í hliðum kersins ekki lengur fyllt með polyurethan heldur er endurvinnanlegt efni komið í staðinn. Þetta segir Steinar auka mjög styrk kersins, sem og uppfylla óskir kaupenda. ÆGIR 15

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.