Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 36

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 36
„Hef trú á að margir skipaeigendur fari að huga að endurnýjun“ - segir Agúst Þór Guðbergsson, framkvœmdastjóri Skipa- og vélatœkni ehf. í Keflavík M'ér finnst þróunin í skipunum vera öll íþá átt að auka gœðin á aflanum, bœði með betri skipum, auknum stöðugleika og betri aðstöðu fyrir áhöfnina," segir Ágúst Þór Guð- bergsson, framkvcemdastjóri Skipa- og vélatœkni ehf. í Keflavík en fyrir- tœkið er alliliða fyrirtœki á sviði skipaverkfrœði og hefur verið rekið í Keflavík fráþví árið 1989. Ágúst Þór segir auðsjáanlegt að hjá útgerðinni hafi á undanförnum árum farið miklir fjármunir í kvótaviðskipti og fyrirtækin reynt þannig að halda sjó í kvótastöðu á samdráttarskeiðinu. „Þessir fjármunir hefðu ella farið í viðhald skipanna eða framkvæmdir af öðru tagi þannig að það eru mörg dæmi um að viðhalds- og endurnýjun- arþátturinn hefur þurft að mæta af- gangi. En höfum ekki þurft að kvarta yfir verkefnaleysi því það er nóg að gera og góð verkefni framundan," seg- ir Ágúst Þór. Endurnýjunarreglurnar hafa verið óheppilegar Skipa- og vélatækni ehf. hefur sinnt mörgum verkefnum fyrir Ósey í Hafn- arfirði við breytingar á skipum. Nýjasta skipið sem er í breytingum í Hafnarfirði heitir Ásdís ST-37 og hefur nánast verið byggt upp frá grunni. Mikil umræða hefur verið um þá þróun í skipaiðnaðinum, að ráðist sé í svo stórvægilegar breytingar á skipum að í raun hefði oft á tíðum verið ein- faldara að smíða ný skip. Ágúst Þór 36 ÆGIR ------------------------- segir endurnýjunarreglurnar hafa ráð- ið ferðinni í þessum efnum en hann tekur undir að þetta sé ekki æskileg þróun. „Reglurnar ganga allar út frá kili skips og ef hann helst óbreyttur þá flokkast breytingar undir endurbætur. Ef kjölur er endurnýjaður þá er það nýsmíði en það er hægt að fara tölu- vert langt niður í kjölinn áður en breyting fer að flokkast undir nýsmíði. Ég held að það sé miklu heillavæn- legra fyrir okkur, horft til framtíðar, að smíða frekar ný skip sem eru þá byggð eftir þeim kröfum sem nútímaveiðar gera til þeirra. Það þarf að mörgu að hyggja þegar svona gömul skip eru tekin og endurbyggð en óneitanlega er það skemmtilegra fyrir alla aðila, jafnt útgerðarmenn, skipasmíðastöðvarnar og hönnuði að vinna með nýsmíði en því miður stýra reglurn- ar þessu, eða hafa gert fram að þessu. Núna er loksins búið að breyta þeim." -Hvað munu breytingar á reglunum þýða? „Ég tel að í framhaldinu muni eigendur skipa hugsa sér til hreyfings. Þetta á kannski sérstak- lega við tréskipaeigend- urna þannig að ég gæti trúað að við ættum eftir að sjá töluverða nýsmíði báta á komandi árum," segir Ágúst Þór. Sækjast eftir auknum gæðum aflans Tveir tæknifræðingar vinna hjá fyrir- tækinu, þ.e. Ágúst Þór og Vignir Dem- usson, sem eru eigendur, en þriðji starfsmaðurinn er Steinar Smári Guð- bergsson, tækniteiknari. Auk þjón- ustuverkefna fyrir útgerðina og skipa- smíðastöðvar hefur Skipa- og véla- tækni ehf. gert eigin teikningar af minni skipum og gerir Ágúst Þór sér vonir um að í smíði skips eða skipa eftir þessari hönnun verði ráðist í nán- ustu framtíð. Viðskiptavinirnir fyrir- tækisins eru um allt land en stór hluti þeirra er á suðvesturhorni landsins. Aðspurður hvaða áherslur hann skynji hjá útgerðarmönnum hvað varðar skip nútímans segist Ágúst Þór finna mikla áherslu á gæði aflans og aðbúnað og vinnuaðstöðu áhafnar. „Menn eru að leita eftir betri að- stöðu. Þeir vilja stærri skip til að bæta vinnslu og meðferð afla og bæta um leið aðbúnað áhafnarinnar. Umhverfið er þannig í dag að kvótastaðan er ljós og því ekki sóknarmöguleikar í öðru en auknum gæðum þess sem menn mega veiða. Útgerðarmenn sækjast eftir betri stöðugleika skipanna en það er þáttur sem hefur áhrif á vinnuaðstöðuna um borð og þar með meðferðina á aflan- um," segir Ágúst Þór Guðbergsson. Starfsmenn Skipa- og vélatœkni ehf. í Keflavík. Lenst til vinstri er Steinar Smári Guðbergsson, tcekniteiknari, stand- andi fyrir iniðju er Ágúst Þór Guðbergsson, frainkvceinda- stjóri og við borðið er Vignir Demusson en þeir tveir síðar- néfhdu eru eigendur fyrirtcekisins. Mynd: Víkurtréttir/Kefiavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.