Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 28

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 28
Ari Eiríksson: Frysting á loðnu með köfnunarefni YJiskvhinslufyrirtœki á íslandi -T hafa fjárfest fyrir milljarða króna íplötufrystibúnaði fyrir loðnu og síld á síðustu misserum og hafa sum þeirra treyst mjög á að geta fryst loðnu fyrir Japansmarkað. Vegna stífra krafna kaupenda er loðnan ekki í hœfu ástandi fyrir þennan markað nenia í örfáar vikur á hverri vertíð og þegar illa gengur að ná loðn- unni gefast aðeins örfáir dagar til að frysta hana. Afkastagetan íþessum tiýja frystibúnaði er því mjög illa nýtt, öfugt við þau frystikerfi sem landvinnslan hefur hingað til verið að nota árið um kring. Undirritaður fékk þá hugmynd um síðustu áramót að hugsanlega mætti reyna að „safna upp" frystigetu fyrir loðnuvertíðina, þannig að hægt væri að frysta mikla loðnu á stuttum tíma með ódýrari búnaði en hefðbundnum plötufrystum. Eft- ir nokkrar misjarðbundnar vangaveltur var frysting með köfnunarefni valin til frekari skoðunar og nú í surnar vann ég við athugun á möguleikum til að framleiða og geyma fljótandi köfnunarefni fyrir loðnu- og síldarfrystinguna hér á landi. Verkefnið var styrkt af Nýsköpunar- sjóði námsmanna, en það var jafn- framt lokaverkefni mitt í vélaverk- fræði við Háskóla íslands. Nokkrar fiskvinnslur hér á landi hafa fryst fisk með köfnunarefni, og sem dæmi má nefna fiskverkun Jónas- ar Ágústssonar í Hafnarfirði og Strýtu á Akureyri. Frystingin fer yfirleitt þannig fram að fiskurinn er látinn ganga á færiböndum í gegnum lokað rými með loftblæstri og fljótandi köfnunarefni úðað inn í rýmið. Köfn- unarefnið sýður við tæplega 200 gráðu frost, og því er auðveldlega hægt að halda 100 stiga frosti eða meira í loft- inu sem blæs um fiskinn. Aðferð sem fer vel með hráefnið Fljótandi köfnunarefni kostar allmarg- ar krónur hvert kíló og að jafnaði þarf að láta ríflega eitt kíló af því sjóða og tapast út í andrúmsloftið fyrir hvert fiskkíló sem er fryst. Þetta gerir aðferð- ina dýra en hún þykir hins vegar fara mjög vel með hráefnið og er því oft notuð í frystingu á dýrum afurðum þar sem kostnaðurinn við köfnunar- efnið næst til baka í hærra afurða- verði. Köfnunarefni er skaðlaust efni á gasformi, enda eru um 79% af and- rúmsloftinu köfnunarefni. Engin hrá- efni þarf til framleiðslunnar önnur en andrúmsioft og rafmagn og hún getur verið nánast algjörlega mengunarlaus ef rétt er að málum staðið. Flókinn og sérhæfðan tækjabúnað þarf við þessa framleiðslu, enda er ekki hægt að ná 200 gráðu frosti með neinni einfaldri kælirás. ísaga hf. hefur framleitt fljótandi köfnunarefni samhliða súrefnisfram- leiðslunni í verksmiðju sinni í Reykja- vík og innlendar fiskvinnslur kaupa nú megnið af því köfnunarefni sem verksmiðjan ræður við að framleiða. i sumar grófhannaði ég framleiðsluferli fyrir köfnunarefni sem er verulega frá- brugðið því ferli sem þar er notað, og kannaði auk þess mögulegar útfærslur á stórum tönkum til að geyma köfn- unarefnið. Fyrirtæki sameinast um köfnunarefnis- framleiðsluna Nú hljómar það eflaust undar- lega að ætla að frysta jafn ódýr- an fisk og loðnu með einni dýrustu frystiaðferð sem tíðkast í matvælaiðnaðinum, og því ætla ég að reyna að útskýra hvernig ég hef hugsað mér að aðferðin yrði útfærð og af hverju hún gæti ver- ið hagkvæmari en venjuleg plötufryst- ing. Til að lesendur átti sig betur á hlutunum verður tekið raunhæft dæmi um hvernig nokkur fyrirtæki „Reikna má með að hver vinnsla geti fryst 1000 tonn á sólarhring miðað við að 25% af loðnunni séu frystihœf." 28 mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.