Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 19

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 19
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEOI Fulltrúar á Fiskiþingi hlýöa á framsöguerindi. Mynd: Bragi útveginn upp á nokkra milljarða króna verði hægt að lækka skatta og auka framlög til mennta- og heil- brigðsmála. Hér er einungis verið að taka dæmi sem geta selt hugmyndina og eru til þess fallin að slá ryki í augu fólks. Nauðsynlegt er að líta á málið í heild sinni og skoða hvað sjávarútveg- urinn greiðir til samfélagsins, saman- borið við aðrar atvinnugreinar," sagði Bjarni. Hann minnti á að hagræðing og framleiðsluaukning í sjávarútvegi, sem oft væri bent á af talsmönnum auðlindagjalds, væri umdeild og þau sjávarútvegsfyrirtæki sem hefðu hag- rætt og aukið framleiðslu sína væru rétt komin á „bónbjargarstigið" enda væru þau flest með áratuga gamla skuldabagga á bakinu. „Ennfremur er rétt að minna á að landvinnslan á í verulegum erfiðleik- um og að vinnsluskipin eru að sigla inn í mun lakari aflatíð. Allar álögur á útgerðina endurspeglast í fiskverðinu og það má spyrja sig hver skyldi borga brúsann þegar upp er staðið. Menn verða að gera sér ljóst að sjávarútveg- urinn er útflutningsatvinnugrein og að endanlegt afurðarverð ræðst á al- þjóðlegum mörkuðum en þar er grein- in ekki bara í samkeppni við ríkis- styrktan sjávarútveg annarra landa heldur einnig aðra matvælafram- leiðslu. Það er sjálfsagt að skoða skatta- mál sjávarútvegsins en það verður að gera í samhengi alþjóðlegrar sam- keppni sem hann á í og bera stöðu hans saman við aðra atvinnustarfsemi á' jafnréttisgrundvelli," sagði Bjarni um hugmyndir um auðlindagjald á sjávarútveginn. Blikur á lofti Bjarni gerði starfsemi Fiskifélagsins að umtalsefni og sagði að í henni væru blikur á lofti. „Fiskifélagið hefur frá upphafi stundað umfangsmikla gagna- söfnun um fiskafla, fiskverð og hvern- ig afurðunum er ráðstafað. Nú ber fé- lagið halla af þessari starfsemi, og verður að hætta henni fáist ekki leið- rétting þar á." Ennfremur taldi fiskimálastjóri rétt að hugað væri að ritun á sögu Fiskifé- lagsins en árið 2001 verður það 90 ára. Blað félagsins, Ægir, náði þessum virðulega aldri á árinu sem er að líða og hvatti Bjarni aðila í sjávarútvegi og þá sem stjórna menntamálum á ís- landi til þess að gera fróðleik þann sem birst hefði í blaðinu undanfarna áratugi aðgengilegan fyrir fræðimenn og nemendur. Ályktanir 56. Fiskiþings Vilja að heimild til framsals leigukvóta verði afnumin „56. Fiskiþing leggur til að leigu- kvótaframsal verði aflagt og aðeins heimiluð jöfn skipti á aflaheimildum innan núverandi stjórnkerfis fisk- veiða. Eigandi skips sem stöðvast í langan tíma vegna alvarlegra bilunar á vélbúnaði, vegna eldsvoða, sjó- skaða eða strands, fær rétt til að geyma aflaheimildir skipsins milli fiskveiðiára þurfi þess með. Enda geti hann sýnt fram á að bilun hafi leitt til þess að skipið náði ekki eðli- legum ársafla af þeim sökum. Auk- inn geymslurétt skal samþykkja af Fiskistofu," I greinargerð með þessari ályktun segir að í Ijósi þess ósætti sem verið hafi um framsalið þá beri að afnema það. Á Fiskiþingi haustið 1983 hafi verið mælt með að taka upp kvótakerfi til stjórnar fiskveiða innan lögsögunnar en aldrei hafi verið ætlunin að kerfið yrði til þess að leiguframsal yrði aðalmarkmiðið. Það eigi að vera markmið allra stjórnkerfa í fiskveiðum að þær aflaheimildir sem skip hafi veiðirétt til séu nýttar af viðkomandi skipi og í öllum stjórnkerfum sem takmarki athafnir eða réttindi manna verði að gæta jafnræðis og réttlætis. Ennfremur segir í greinargerðinni með ályktuninni að stjórnkerfi fiskveiða sem leiði af sér illdeilur og óréttlæti geti aldrei haldið velli. Mm 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.