Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 30

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 30
og þurfa um 10 MW í rafafli. Þetta er meginástæðan fyrir því að köfnunar- efnisfrysting gæti verið hagkvæmari en plötufrysting fyrir þá aðila sem eru einkum að hugsa um loðnufrystingu fyrir Japansmarkað og með 80 millj- óna króna flokkunarbúnaði má reikna með að hver vinnsla geti fryst 1000 tonn af loðnu á sólarhring miðað við að 25% af loðnunni séu frystihæf. Ef pökkunaraðstaða, húsnæði, bún- aður fyrir aflamóttöku og annar kostn- aður nemur 90 miljónum króna, sést að hvert fyrirtæki þarf að leggja í fjár- festingu fyrir um 500 milljónir. Miðað við framleiðslumöguleika og byggingarkostnað nýlegra frystihúsa virðist þetta vera áhugaverður kostur, þó húsin séu ekki að öllu leyti sam- bærileg. Þessar tölur eru ekki mjög nákvæm- ar og óvissuþættirnir sem geta haft áhrif á hagkvæmnina eru margir. Óvissa um aukinn kostnað við pökkun og flutning á lausfrystri loðnu saman- borið við plötufrysta loðnu skiptir verulegu máli, en á móti kemur að Höfíindur telur að köfhunarefhisfrysting sé valkostur sem beri að skoða nánar fyrir loðnuvinnsluna. í fapansfrystingunni þurfi á mikilli frystigetu að halda á skömmum tíma og þar geti köfhunarefhisfrysting reynst hentug. Mynd: Þorgeir Baldursson öryggi verksmiðjunnar gagnvart léleg- um vertíðum er meira en hjá þeim framleiðendum sem eru með venju- legan frystibúnað. Þar sem vinnslan þarf aðeins fimm góða daga á hverri vertíð tii að ná að fullnýta framleiðslu- getuna, er hún líklegri til að geta stað- ið við sölusamninga sína sem gæti skilað sér í stöðugra og hærra afurða- verði. Það er langt frá því að vera öruggt að hægt sé að græða á þessari hug- mynd, og það þarf að kosta talsverðu til áður en botn fæst í það hvort hag- kvæmt sé að hrinda henni í fram- kvæmd. Hún er að mínu mati dæmi- gerð fyrir þá fjárfestingakosti sem stjórnendur íslenskra sjávarútvegsfyr- irtækja þurfa nú að kanna og þessir kostir eru bein afieiðing af því að sjáv- arútvegurinn er orðinn að flóknum tæknivæddum iðnaði sem krefst þess að menn hugsi öðruvísi (og stærra) en áður. Menn þurfa að verja auknum fjármunum og tíma í að skoða mögu- leikana sem þeir hafa og hætta að stökkva hugsunarlaust af stað með nokkur hundruð milljóna lán frá bankanum sínum til að græða á sama hátt og einhver annar náði að gera næstu vertíð á undan. Ég vona að þessi hugmynd veki áhuga innan sjávarútvegsins og auk þess vil ég óska fyrirtækjum í loðnu- frystingu góðs gengis á komandi „Jap- ansvertíð". Höfundur er vélaverkfræðingur. Millifyrirsagnir eru blaðsins Skútahrauni 2 - Hafnarfirði Sendum viðskiptavinu okkar hátiðarkveðjuf og þakkir jyrir viðskiptin á árinu Rf fær faggildingu Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins fékk á dögunum faggildingu fyrir sjö mælingar á þjónustusviði sínu. Faggildingin er samkvæmt alþjóðlegum staðli og er Rf fyrsta íslenska prófunarstofan sem hlýtur slíkt en samkvæmt reglugerðum Evrópusambandsins skulu allar mælingar framkvæmdar af faggiltum aðila. Senn ljóst hver smíðar Hafró-skipið Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, segist vonast til að upp úr áramótum verði ljóst hvar nýtt hafrannsóknarskip verður smíðað. Ríkiskaup vinna nú að yfirferð tilboða og því næst verða líkast til nokkrar stöðvar teknar til skoðunar áður en gengið verður til samninga. Jakob segist hafa búist við fleiri tilboðum og meiri áhuga á verkefninu í Evrópulöndum en raun varð á. Hann segir tilboð frá þessum löndum benda til að mikið sé að gera hjá stöðvunum, það sjáist sérstaklega á þeim langa smíðatíma sem fyrirtækin bjóða. Jakob væntir þess að smíði skipsins muni taka 14-15 mánuði og að skipið verði samkvæmt því afhent undir mitt ár 1999. 30 MCm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.