Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 33

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 33
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Mynd: Hafþór Hreiðarsson líka sinn skerf af þeim í skóinn? Gæti hugsast að þeir sem eiga skip stæðu bara spíspertir á bryggjunni og neit- uðu að veiða þennan fisk fyrir fólkið nema gegn hárri greiðslu? Yrði ég þá, sem handhafi veiðiheim- ildar, að leita logandi ljósi að þeim útgerðaraðila sem vildi veiða fyrir mig 7,5 tonn fyrir sem lægst verð? Myndi ég síðan greiða fyrir veiðina á þessum fiski, taka við honum á bryggj- unni, semja við einhverja fisk- vinnslu um að meðhöndla hann og síðan við fisksala um að koma þessu einhvers staðar í verð? Það yrði ljóta kraðakið þegar 270 þús- und manns færu að leita að skipi til að veiða fyrir sig. Nei, þetta getur nú varla verið hugsað svona. Sennilega ætlast jólasveinarnir til þess að menn höndli með sérstök kvótabréf eins og hver önnur verðbréf og útvegurinn verði þá að kaupa sér þessi bréf, vænt- anlega árlega. „Stundum fmnst manni eins og viss hluti íslensku þjóðarinnar sé alltafmeð skóinn úti íglugga." Þetta heitir auðvitað á mannamáli veiðigjald eða auðlindaskattur. Þetta er hins vegar sett fram í gervi úlfsins í sauðagærunni. Það getur nefnilega verið klókara að setja málið svona fram heldur en að tala beint um skatt á útveginn og landsbyggðina; segja fólkinu að rétt bráðum verði komið með alveg nýtt nammi í skóinn, nammi sem aldrei fyrr hafi sést í mannabyggðum. Hér sé alls ekki um að ræða útgjöld heimilisins, jólasveinninn sé til í alvörunni og nammið verði sett í skóinn þó ekki sé hægt að svara spurn- ingum um hvernig farið verði að því. Ég hef alltaf haldið að u jólasveinarnir væru skáldskapur og þrettán talsins. Nú er ljóst að þeir eru til í alvörunni og það þarf að bæta við nafnaflóruna. í hugann koma nöfn eins og Skattaþefur, Ríkisgámur, Gjaldagaur, Vasasleikir, Krónukrækir og Aurasníkir. Þvílíkir jólasveinar og þvílíkir gleði- gjafar í atvinnulífi eyjaskeggja!? Höfundur er framkvæmdastjóri Útvegsmannafélags Norðurlands. -------------------ÆGIR 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.