Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 32
Bjarni Hafþór Helgason:
Skattaþefur,
Ríkisgámur,
Gjaldagaur,
Vasasleikir,
Krónukrækir
og Aurasníkir
/Ölasveinarnir koma til byggða fœr-
andi hendi. Fyrir börnin er þetta
liápiinktur ársins, sérstaklega þau
sem ennþá vita ekki að þetta er allt í
plati. Skórinn er settur út íglugga og
svo svífa börnin inn í draumalandið í
hugarleikfimi um hvernig jólasveinn-
inn fari að því að setja nammið á
sinn stað. Allt er þetta göldrum líkast
og alveg dásamlegt. Spurningarnar
sem kvikna eru óteljandi en einhvern
veginn er eins og enginn geti svarað
þeim. Hvaðan er jólasveinninn að
koma? Hvar fœr hann nammið?
Hvernig fer hann að því að komast
inn í Inísið og setja nanunið í skóinn?
Fer hann ígegnum gluggann? Hvern-
ig kemst hann til allra barna á ís-
landi?
Þessar spurningar og margar fleiri
rifjast upp þegar maður hugsar til
æskuáranna. Yfirspennan var ætíð svo
mikil og langvarandi, að þegar jólum
lauk varð lífið ömurleg grámygla;
raunveruleikinn tók við. Síðan óx
maður úr grasi og hætti að setja skó-
inn út í glugga, enda búinn að átta sig
á því að þarna voru pabbi og mamma
að verki. Nammið sem talað var um
reyndist ekki ný verðmæti af hálendi
jólasveinanna. Þetta var hluti af út-
gjöldum fjölskyldunnar þegar upp var
staðið.
Nammiö er ekki ókeypis
Stundum finnst manni eins og viss
hluti íslensku þjóðarinnar sé alltaf
með skóinn úti í glugga. Og þeir eru
líka til sem leika jólasveina alla sína
tíð. Þeir segjast vera á leiðinni til
byggða með nammi í poka og nú eigi
allir að sameinast um að setja skóinn
út í glugga. Þetta endurspeglast í um-
ræðunni um sjávarútveginn. Sumir
eru með skóinn úti í glugga árið um
kring en aldrei kemur nammið. Jóla-
sveinarnir segja að það sé vegna þess
að namminu hafi verið stolið og nú
séu jól hjá þjófunum alla daga ársins.
Þetta er ekki beint málefnalegt eða
uppbyggjandi í samfélagi eyjunnar.
Auðvitað vita allir, sem komnir eru til
ára sinna, að það er ekkert nýtt
nammi til hjá jólasveinum. Og þetta
nammi er ekki ókeypis. Þetta er sama
nammið og hefur alla tíð fengist í
búðinni á horninu og það þarf að
borga fyrir það, jafnvel þó það yrði
sett í skóinn í glugganum. Þeir eru til
sem vilja útdeila veiðiheimildum í ís-
lensku lögsögunni til þjóðarinnar allr-
ar og dreifa þannig namminu jafnt í
alla skó í öllum gluggum landsins. Til
að fulls jafnræðis sé gætt er væntan-
lega reiknað með að þessi úthlutun
fari fram á hverju ári, því ekki er hægt
að afhenda bara núlifandi íslending-
um þessa auðlind sem sífellt endurnýj-
ar sig. Hvers ættu þeir annars að gjalda
sem eiga eftir að fæðast? Og hvað ef
auðlindin stækkaði milli kynslóða?
Nýir jólasveinar
Eins og á æskuárunum kvikna margar
spurningar sem enginn virðist geta
svarað. Þetta eru jólasveinaspurningar.
Hvað myndi t.d. gerast daginn eftir að
hver einasti landsmaður væri kominn
með veiðiheimildir í hendur; segjum
7,5 tonn af ýmsum tegundum? Yrði
útvegurinn gjaldþrota á einum degi?
Skapaðist endalaus óvissa um hvernig
skipaflotinn yrði nýttur? Hvað yrði
um skuldir sjávarútvegsins upp á rúm-
lega 100 milljarða króna? Fengi fólkið
32 AGIR