Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 13

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 13
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Hana varðar ekkert um eitthvert mark- aðsverð fyrir vöruna hér uppi á ís- landi. Hún metur bara hvað hún vill og getur borgað fyrir þessa afurð og ber hana saman við alla aðra matvöru sem hún getur fengið. Þrátt fyrir gott hráefni er alveg ljóst að ef verðið fer alveg úr takti við það sem fólk er tilbúið að borga hættum við að selja vöruna. Við erum í bullandi samkeppni við svínakjöt og kjúklingakjöt og hvaða aðra mat- vöru á markaðnum og verðum að haga okkur samkvæmt því." Veruleg aðlögun Gunnar segist sjá hættur fram- undan hérlendis. íslendingar verði að passa sig á því að eyðileggja ekki neysluna og skaða þannig eftirspurn- ina með of háu verði. Þannig sé neyt- endum í raun beint frá neyslu á afurð- inni. Hættulegt sé að velta því vanda- máli sem við séum að glíma við hér, þ.e. hráefnisverðinu, yfir á markaðinn. „Þetta er auðvitað ákveðið vanda- mál því eins og gefur að skilja er ekk- ert samhengi á milli hráefnisverðsins sem menn eru að borga hér og síðan þess verðs sem þeir hinir sömu fá fyrir vöruna úti á markaðnum. SÍF hefur þurft að mæta þessu með verulegri að- lögun á síðustu árum. Okkar leið hefur verið að klippa út sem flesta milliliði. Við höfum farið sjálfir inn á markað- ina, fjárfest í markaðsfyrirtækjum og losað okkur við þá sem stóðu á milli. Þar að auki flytjum við sjálfir helming alls okkar hráefnis út með eigin skipi. Það sparar okkur vitaskuld heilmikla peninga." Aðspurður hvar SÍF standi í sam- anburði við hina risana tvo sem flytja út fisk frá íslandi, SH og ÍS, segir Gunnar Örn að fyrirtækið hafi eigin- lega staðið mitt á milli. Hvorugt fyrir- tækjanna hafi verið í saltfiski og þeir hafi ekkert verið í frystum afurðum. Samvinna þeirra við SH og ÍS hafi því verið með ágætum. „Ég vil ekkert vera að setja okkur í einhverja röð, jafnfætis þeim eða ekki. Við höfum tekið ákvörðun um að ein- beita okkur að þeim hlutum sem við kunnum og treystum okkur til þess að gera vel. Stjórn SÍF hefur gefið út þá yfirlýsingu að fyrirtækið muni ekki fjárfesta í innlendum framleið- endum og þar með erum við ekki heldur að keppa við þessi stóru fyrirtæki á þeim vett- vangi. Ég á ekki von á öðru en góðu samstarfi milli þessara fyrirtækja hér eftir sem hingað til." Gunnar Örn Kristjánsson segir rekstur á öllum fyrirtækjum erfiðan. Það sé gaman þegar vel gangi en það megi þó öllum vera ljóst að það séu ekki alltaf jólin í viðskiptum frekar en öðru. „Sem betur fer hefur okkur tekist vel upp hingað til og vonandi verður framhald á því. Með því að dreifa áhættunni tryggjum við okkur þótt einn markaður sé tímabundið í lægð. Samkeppnin er hörð og maður má hvergi sofa á verðinum," segir Gunnar Örn Kristjánsson. „...afog frá að eingöngu gamalmenni neyti saltfisks." Hvítanes, fJutningaskip SÍF, siglir reglulega með saltfiskafurðir frá framleiðendum innan SÍF til kaupenda erlendis. ÆGIR 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.