Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1997, Page 22

Ægir - 01.12.1997, Page 22
Ályktanir 56. Fiskiþings Skipulagsmál Fiskifélagsins Á Fiskiþingi var samþykkt að kjósa sex manna starfshóp til að vinna að gagngerum skipulagsbreyt- ingum á starfsemi Fiskifélags Is- lands. Með þessari vinnu er ætlunin að tryggja rekstur félagsins til fram- búðar og skapa Fiskiþingi þann sess að vera sameiginlegur umræðuvett- vangur hagsmunaaðila í sjávarút- vegi. Fiskiþingið lagði í samþykkt sinni um þetta mál áherslu á að félagið verði miðstöð upplýsinga um sjávar- útveginn og annist framvegis skýrslugerð og talnaúrvinnslu fyrir greinina. Ennfremur verði það virk- ur þátttakandi í útgáfu á sviði sjávarútvegsins. Þá verði einnig eftir því leitað að félagið sinni verkefnum á sviði tækni- og fræðslumála og taki forystu í umhverfismálum. Fiskiþingið samþykkti jafnframt að starf fiskideildanna verði eflt, enda séu þær sá grunnur sem Fiski- félagið byggi á. Fiskiþing verði hald- ið árlega og skuli fjalla um tiltekin viðfangsefni og taka til umræðu þau mál sem brýn mega teljast og varði greinina í heild. „Þannig verði Fiski- þing áfram sameiginlegur umræðu- vettvangur hagsmunaaðila í sjávar- útvegi, þar sem jafnræði ríki á milli einstakra þátta innan greinarinnar," segir í samþykkt Fiskiþings. Skipulagsnefndin á að skila áliti ekki síðar en í mars næstkomandi og eftir umfjöllun í stjórn og fiski- félagsdeildum er miðað við að boða til framhaldsfundar 56. Fiskiþings.“ Gunnar Stefánsson, tölfrœðingur hjá Hafrannsóknastofnun, héltfyrirlestur á Fiskiþingi um fjölstofnarannsóknir: Dularfullt samband rækju og þorsks M'eðal þeirra sem héldu erindi á Fiskiþingi var Gunnar Stefáns- son, tölfrœðingur hjá Hafrannsókn- astofnun, seni greindi frá fjölstofna- rannsóknum, en í sltkum rannsókn- um er samspil tegunda, eins og til dcemis þorsks, loðnu og rœkju, skoð- að. Gunnar kom víða við í máli sítiu en fjallaði aðallega um samspil rœkju og þorsks. Þegar erindi hatis var lokið svaraði hatin fjölmörgutn fyrirspurnum og greinilegt var að þingfulltrúar höfðu margir ákveðnar skoðanir á reikningsaðferðum Haf- rannsóknastofnunar. Aflaregla auðveldar fjölstofnarannsóknir Gunnar hóf mál sitt á því að benda á að aflaregla fyrir þorsk, sem felst í því að fjórðungur af veiðistofni tegundar- innar er veiddur, geri mögulegt að ein- falda starf við líkanagerð og mótun nýtingarstefnu fyrir rækju eða aðrar tegundir sem þorskur nærist á. Hann varaði við því að „hringlað" væri með slíkar reglur, það myndi þýði aftur- hvarf til skammtímaákvarðanatöku varðandi leyfilegan hámarksafla og því yrðu menn að komast frá. Gunnar kynnti niðurstöður mæl- inga frá miðunum úti fyrir Norður- landi þar sem kom í ljós að meira veiddist af rækju og nýliðun í rækju- stofninum var meiri þegar lítið veidd- ist af þorski á svæðinu. Mörgum spurningum um gagnkvæm áhrif þess- ara og annarra tegunda er þó enn Gunnar Stefánsson, tölfrœðingur hjá Haf- rannsóknarstofnun. Mynd: Bmgí ósvarað. Til dæmis má nefna að þrátt fyrir að þorskstofninn hafi verið að efl- ast á íslandsmiðum undanfarin ár er enn óljóst hvort það muni þýða minnkun rækjustofnsins eins og við er búist. Niðurstöður mælinga undanfar- inna ára gefa ekki skýra mynd af þessu og sýna stofninn ýmist á uppleið eða á niðurleið. Bráðabirgðaniðurstöður fyr- ir árið sem er að líða benda til þess að rækjustofninn sé að minnka lítillega. Bíða verður eftir lokauppgjöri ársins 1997 til að sjá hvort rækjustofninn er á niðurleið en Gunnar sagði hugsan- legt að það taki lengri tíma en menn bjuggust við að breytingar á stofn- stærð þorsks hefðu áhrif á rækjustofn- inn. Hann taldi einnig mögulegt að hér væri að koma fram breyting í hegðun rækjunnar og þorsksins eða breytileika sem rekja mætti til veiðar- færanotkunar. 22 M&m

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.