Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 24
Veiðimenn „afmennskaðir"
í öðru lagi fjallaði Níels um hug-
myndafræði náttúrufriðunar en hún
skilgreinir oft samfélög manna sem
óæskilegan hluta umhverfisins. Þeim
er stundum líkt við krabbamein sem
eyðir öllu sem fyrir því verður.
„Manngerving getur þýtt „af-
mennskun" fólks sem þarf að
deyða dýr sér til lífsviðurværis
enda telja margir að aðeins
skepnur geri slíkt. Þetta er sér-
kennilegur viðsnúningur. Dýr-
um eru gefin mannréttindi en
mannfólkið er gert að ómann-
úðlegum skepnum. Það er
reyndar ákaflega mannhverft
sjónarmið að bera einungis virðingu
fyrir dýraríkinu þegar því eru gefnir
mannlegir eiginleikar. Það lýsir líka
fordómum að ekki sé hægt að virða
rétt veiðimanna til þess að nýta um-
hverfi sitt í takt við eigin menningu
og þarfir," sagði Níels og lýsti þeirri
skoðun sinni að það væri einnig óá-
byrgt að líta á dýr sem keppa við
menn um takmarkaðar auðlindir sem
varga.
„Slík viðhorfsbreyting hefur verið
að eiga sér stað gagnvart selum og
hvölum hér á landi undanfarin ár,"
sagði Níels.
Hann sagðist efast um að tækni-
lausnir væru til á öllum staðbundnum
og hnattrænum umhverfisvandamál-
um og því þyrfti viðhorfsbreytingu til
umhverfismála. „Hugsanlegt er að
huglægir þættir, eins og manngerving,
stuðli að nauðsynlegri viðhorfsbreyt-
ingu. Það verður þó að hafa í huga að
líkingarmál er tvíeggjað sverð eins og
dæmin sanna," sagði hann.
Andstætt sjálfbærri þróun
Níels fjallaði ennfremur um
manngervingu í samhengi við
hugtakið „sjálfbær þróun" og
komst að þeirri niðurstöðu að
hún félli illa að hugtakinu eins
.og það hefur verið skilgreint á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
„Manngerving leggur áherslu á
réttindi dýra en samræmist illa rétti
manna til að nýta auðlindir á félags-
legan ábyrgan hátt og þannig að þeim
sé skilað í góðu ástandi til afkomenda
okkar, en það er inntakið í hugtakinu
sjálfbær þróun," sagði Níels að síð-
ustu.
„Hvalveiðideilurnar hafa vakið
íslendinga afvœrum svefni../'
24 MGm