Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 40

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 40
Netagerðin Ingólfur í Vestmannaeyjum: Netagerðar- meistarar í 50 ár - útibú á Þórshöfn og Fáskrúðsfirði opnuð á afnœlisárinu. „Erum að sœkjafram og ejla jyrirtœkið, “ segir Birkir Agnarsson, framkvœmdastjóri £g tel að íslensk netagerð og þróun veiðarfœra hér á landi eigi fnllt erindi erlendis og þar eru tœkifœri í framtíðinni sem við eigiint vafalaust eftir að fikra okkur að. Enn seni koni- ið er höfum við þó ekki sinnt útflutn- ingi nema að takmörkuðu leyti," segir Birkir Agnarsson, frainkvœnidastjóri hjá Netagerðinni Ittgólfi í Vestmainia- eyjiim en það fyrirtceki fagnar á þessu ári 50 ára afmœli og á að baki glœsi- lega sögu enda tekið beinan þátt í inörgum afþeim framföruni í veiðar- fœraþróun seni orðið liafa ígreininni á undanfórnuin áratugum. Á afmœl- isárinu voru líka stigin stór skrefí sögu fyrirtœkisins því opnuð voru úti- bú Jiess á Þórshöfn og Fáskrúðsfirði. „Með útibúunum á Þórshöfn og Fá- skrúðsfirði erum við fyrst og fremst að stíga skref í þá átt að efla fyrir- tækið og auka við veltuna. Okkur fannst sú leið vænlegust að opna útibú á þessum stöð- um enda liggur Fáskrúðsfjörður mjög vel við uppsjávarfiskimið- unum að vetrinum og er Þórs- höfn að sama skapi hentugur staður gagnvart þjónustu við skipin sem eru að veiðum fyrir norðan land. Með þessu erum við hins vegar ekki að draga á nokkurn hátt úr umsvifunum hér í Vestmanna- eyjum heldur fyrst og fremst að auka við veltuna," segir Birkir en Netagerðin Ingólfur velti um 400 milljónum króna Birkir Agnarsson, framkvœmdastjóri Neta- gerðarinnar Ingólfs hf. í Vestmannaeyjum. Vœri réttast að segja að við höfum sérhœft okkur í nánast öllu á þessu sviði..." á síðasta ári og þar af komu um 50 milljónir af sölu erlendis. „Við erum líklegast með elstu neta- gerðum á landinu en stofnandi fyrir- tækisins var Ingólfur Theódórsson, sem var mjög leiðandi í veiðarfæragerð framan af. Hann var til að mynda þekktur fyrir svokallaðan Ingólfsbotn en það var botn sem var settur neðan á síldarnætur og gerði að verkum að hægt var að ná dýpra með nótinni en áður. Allt frá þessum fyrstu árum hefur fyrirtækið verið sterkt í framleiðslu á veiðarfærum fyrir síldveiðar og á þeim árum þegar síldin var mest þá voru úti- bú frá Netagerðinni Ingólfi víða á Aust- fjörðum," segir Birkir. Sérfræðingar í nánast öllu! „Verkefni okkar hafa spannað allt svið veiðarfæragerðar og ef hægt er að tala um sérhæfingu þá væri réttast að segja að við höfum sérhæft okkur í nánast öllu á þessu sviði," segir Birkir og hlær við. „Minnst höfum við þó verið í rækjutrollunum. Við getum sagt að skiptingin á verkefnum sé þannig að hringnætur, þ.e. síldar- og loðnunætur, eru um helmingur af vinnunni en hinn helmingurinn eru troll, snurvoðir og fleira. Þetta er okkar sérstaða meðal netagerða hér á landi, þ.e. að spanna vítt svið og hvað rækjutrollin varðar þá komum við til með að auka þá þjónustu með nýju útibúunum." Þegar mikið er um að vera hjá út- gerðinni kemur það fljótt fram hjá netagerðunum og segir Birkir að á tímabili í fyrravetur hafi nánast verið unnið allan sólarhringinn. Þá voru starfsmenn nálægt 80 talsins en eru nú að jafnaði um 60 og það eftirtektarverða er að sá starfs- mannafjöldi hefur verið í fyrir- tækinu nánast frá stofnun þess fyrir 50 árum. „Jú, þetta getur auðvitað verið mikið álag á mannskapinn en í þessum bransa segja menn ekki nei þegar sinna þarf verkefnum. Þau eru að koma upp á hvaða tíma sólarhringsins sem er og það er al- gengt að þurfi að kalla út mannskap í viðgerðir á veiðarfærum ef skip koma skyndilega inn að nóttu til. Þannig ganga hlutir bara fyrir sig," segir Birkir. 40 Móm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.