Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 47

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 47
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI • • Orlagarík sjóferð - minningar Guðmundar Halldórssonar, skipstjóra frá þvíþegar togarinn Vörður fórst 29. janúar árið 1952 Guðmundur Halldórsson, fyrrverandi skipstjóri á Drangsnesi. Lýsing hans á atburðunum í janúar árið 1950 þegar togarinn Vörður fórst gefa vel til kynna þoer erfiðu aðstœður sem skipverjarnir urðu að takast á við. „Auðvitað reynir þetta mikið á mann en það er svo skrýtið að maður mátti ekki vera að því að verða hrœddur meðan á öllu þessu stóð." jávarniður og sunnanrok" er heiti bókar Jóns Kr. Gunnarssonar sem Skjalborg gefur út nú fyrir jólin. í bókinni er að finna frásagnir fimni valinkunnra sjósóknara sem ntarga liildi hafa háð við íslandsstrendur, sem og á fjarlœgum miðum. Eftirfar- andi er kafli úr frásögn Guðmundar Halldórssonar, skipstjóra á Drattgs- nesi, en hann var fyrsti íslendinguf- inn sem sœmdur var afreksmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þá viður- kenningu fékk Guðmundur fyrír vask- lega framgöngu við björgun skipsfé- laga sinna þegar togarinn Vörðttr fórst suðiir aflandinu þann 29. janú- ar árið 1950. Hér á eftir segir Guð- mundur frá þessari hroðalegu lífs- reynslu. „Ég var búinn að vera um borð í Verði í um það bil ár þegar við fórum í þann afdrifaríka túr að hann sökk. Við vorum búnir að fiska um 200 tonn í skipið þegar komið var að því að fara í siglingu. Það var bætt við 200 tonnum af fiski frá öðrum svo að alls voru kom- in um borð um 400 tonn. Vörður var því mikið lestaður. Við komum við í Hafnarfirði og tókum olíu. Þegar við vorum komnir suðaustur af Vestmannaeyjum var kominn bræluskratti beint á móti. Við tókum allt í einu eftir því að skipið var byrjað að hallast. Við fórum því fram í til að skoða aðstæður og athuga hvað væri að. Þá var allt á floti í lúkarnum og hann hálffullur af sjó. Dýnur og drasl voru um allt en fram í var enginn maður því að við héldum allir til aftur í skipinu. Það var því ekki gott fyrir okkur að meta hvað hafði komið fyrir, en það var ljóst að eitthvað hafði bilað. Ég held núna eftir á að sjór hafi komið inn um klussið. Það var búið að steypa í klussin áður en við létum úr höfn í Hafnarfirði. Það er því ekki ólíklegt að steypan hafi ekki náð að harðna nægi- lega áður en við létum úr höfn. Þess vegna hafi steypunni skolað burt þegar sjóinn tók að þyngja. Hún hafi hrein- lega ekki verið nógu hörð. Ég hef þó aldrei þorað að fullyrða neitt um þetta. Ég hefi aðeins Iátið mér detta þetta í hug. Það hefði kannski þurft að láta eitthvað undir steypuna, striga eða eitthvað slíkt, til að styðja við meðan hún var að harðna. Sjórinn hefði þá kannski síður náð að fljóta í gegnum klussið. Það hefur því byrjað að sull- ast inn sjór með keðjunni inn í keðjukassann. Skipið var talsvert framhlaðið og keðjuspilið var á hvalbakn- um og tvö ankeri. Eftir á að hyggja held ég varla að neitt annað hafi get- að valdið þessu slysi. Ég held mikiu frekar að þetta sé or- sökin en að eitthvað hafi rifnað, stálplötur eða eitt- hvað slíkt. Skipið var svo að smáhallast og sökkva meira og meira í sextán klukkutíma. Allan þennan tíma vorum við að reyna að ausa með fötum úr lúkarnum. Við bárum föt- urnar upp stigann og hellt- um úr þeim á dekkið. Dæl- urnar virkuðu ekki lengur því að þær voru orðnar stíflaðar. Það hafði vafalaust sogast í þær fatnaður eða eitthvað annað drasl og það var ekki mögulegt að komast að til að hreinsa úr þeim. Þetta var mikil törn hjá okk- ur allan þennan tíma. Við vorum búnir að fá nóg þegar upp var staðið. Ég var auðvitað búinn að sjá það í hendi mér að þetta var vonlaust verk og skipinu yrði ekki bjargað. Loks skipaði ég félög- unum að hætta og fara aftur í þegar mér varð ljóst að þeir sem voru fyrir ÆGm 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.