Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1997, Síða 47

Ægir - 01.12.1997, Síða 47
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI • • Orlagarík sjóferð - minningar Guðmundar Halldórssonar, skipstjóra frá þvíþegar togarinn Vörður fórst 29. janúar árið 1952 Guðmundur Halldórsson, fyrrverandi skipstjóri á Drangsnesi. Lýsing hans á atburðunum í janúar árið 1950 þegar togarinn Vörður fórst gefa vel til kynna þoer erfiðu aðstœður sem skipverjarnir urðu að takast á við. „Auðvitað reynir þetta mikið á mann en það er svo skrýtið að maður mátti ekki vera að því að verða hrœddur meðan á öllu þessu stóð." jávarniður og sunnanrok" er heiti bókar Jóns Kr. Gunnarssonar sem Skjalborg gefur út nú fyrir jólin. í bókinni er að finna frásagnir fimni valinkunnra sjósóknara sem ntarga liildi hafa háð við íslandsstrendur, sem og á fjarlœgum miðum. Eftirfar- andi er kafli úr frásögn Guðmundar Halldórssonar, skipstjóra á Drattgs- nesi, en hann var fyrsti íslendinguf- inn sem sœmdur var afreksmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þá viður- kenningu fékk Guðmundur fyrír vask- lega framgöngu við björgun skipsfé- laga sinna þegar togarinn Vörðttr fórst suðiir aflandinu þann 29. janú- ar árið 1950. Hér á eftir segir Guð- mundur frá þessari hroðalegu lífs- reynslu. „Ég var búinn að vera um borð í Verði í um það bil ár þegar við fórum í þann afdrifaríka túr að hann sökk. Við vorum búnir að fiska um 200 tonn í skipið þegar komið var að því að fara í siglingu. Það var bætt við 200 tonnum af fiski frá öðrum svo að alls voru kom- in um borð um 400 tonn. Vörður var því mikið lestaður. Við komum við í Hafnarfirði og tókum olíu. Þegar við vorum komnir suðaustur af Vestmannaeyjum var kominn bræluskratti beint á móti. Við tókum allt í einu eftir því að skipið var byrjað að hallast. Við fórum því fram í til að skoða aðstæður og athuga hvað væri að. Þá var allt á floti í lúkarnum og hann hálffullur af sjó. Dýnur og drasl voru um allt en fram í var enginn maður því að við héldum allir til aftur í skipinu. Það var því ekki gott fyrir okkur að meta hvað hafði komið fyrir, en það var ljóst að eitthvað hafði bilað. Ég held núna eftir á að sjór hafi komið inn um klussið. Það var búið að steypa í klussin áður en við létum úr höfn í Hafnarfirði. Það er því ekki ólíklegt að steypan hafi ekki náð að harðna nægi- lega áður en við létum úr höfn. Þess vegna hafi steypunni skolað burt þegar sjóinn tók að þyngja. Hún hafi hrein- lega ekki verið nógu hörð. Ég hef þó aldrei þorað að fullyrða neitt um þetta. Ég hefi aðeins Iátið mér detta þetta í hug. Það hefði kannski þurft að láta eitthvað undir steypuna, striga eða eitthvað slíkt, til að styðja við meðan hún var að harðna. Sjórinn hefði þá kannski síður náð að fljóta í gegnum klussið. Það hefur því byrjað að sull- ast inn sjór með keðjunni inn í keðjukassann. Skipið var talsvert framhlaðið og keðjuspilið var á hvalbakn- um og tvö ankeri. Eftir á að hyggja held ég varla að neitt annað hafi get- að valdið þessu slysi. Ég held mikiu frekar að þetta sé or- sökin en að eitthvað hafi rifnað, stálplötur eða eitt- hvað slíkt. Skipið var svo að smáhallast og sökkva meira og meira í sextán klukkutíma. Allan þennan tíma vorum við að reyna að ausa með fötum úr lúkarnum. Við bárum föt- urnar upp stigann og hellt- um úr þeim á dekkið. Dæl- urnar virkuðu ekki lengur því að þær voru orðnar stíflaðar. Það hafði vafalaust sogast í þær fatnaður eða eitthvað annað drasl og það var ekki mögulegt að komast að til að hreinsa úr þeim. Þetta var mikil törn hjá okk- ur allan þennan tíma. Við vorum búnir að fá nóg þegar upp var staðið. Ég var auðvitað búinn að sjá það í hendi mér að þetta var vonlaust verk og skipinu yrði ekki bjargað. Loks skipaði ég félög- unum að hætta og fara aftur í þegar mér varð ljóst að þeir sem voru fyrir ÆGm 47

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.