Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 21

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 21
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI að allar tegundir veiða og stjórnunar yrðu viðurkenndar þannig að veiði- skapur, sem flestum þætti vafasamur, yrði settur jafnfætis þeim veiðum sem stundaðar eru af ýtrustu varfærni. Dæmi um hið síðarnefnda væru tillög- ur um að setja allan Atlantshafsþorsk á válista vegna þess að sumir þorskstofn- ar í Atlantshafi eru illa staddir. Astand stofns skiptir mestu „Marktæk umhverfisvottun hlýtur að taka til aðstæðna í hverjum stofni og aðstæðum í hverjum heimshluta og beinast að nýtingu stofns frá líffræði- legum sjónarhóli og framleiðsluferli. Pólitískar spurningar eins og stjórnun veiðanna eiga ekki að hafa áhrif á mat á því hvort stofn- inn er vel nýttur eða ekki. Ástand stofnins er það sem skiptir höf- uðmáli, sem og hollusta og gæði af- urðanna," sagði ráðherra og hvatti til þess að íslendingar ynnu að því á al- þjóðavettvangi að ábyrg stjórnun á sameiginlegum stofnum verði inn- leidd. Einnig taldi hann rétt að styrkja vísindalega ráðgjöf um ástand stofna og eftirlit með veiðum. Sjávarútvegsráðherra telur að fiskveiði- stjórnunarkerfið sé að því leyti umhverfis- vcent að það hafi að markmiði að minnka sókn á bak við hverja aflaeiningu. Mynd: Þorgeir Baldursson „Ávinningur alþjóðlegra stórfyrir- tækja af umhverfismerkingum gæti legið í því að þau skapi sér sterkari stöðu gagnvart framleiðendum, auk þess að draga athyglina frá öðru á borð við eiturefnanotkun við jarðrækt. Vissulega eiga neytendur rétt á upplýs- ingum um þær vörur sem þeir kaupa. Það er unnt að gera á annan hátt en með umhverfismerkjum þó ég hafni ekki slíkum hugmyndum ef viðunandi lausn er fundin," bætti Þorsteinn við. Upplýsingabanki sjávarútvegsins Þorsteinn sagði líklegt að íslendingar hafi ekki að fullu gert sér grein fyrir tækifær- um sem ný upp- lýsinga- tækni gefi til að miðla fróðleik um ís- lenskan sjávarút- veg til íslenskra neytenda. Úr þessu vill ráðherrann bæta og sagði frá fyrir- ætlunum um að koma á fót upplýs- ingabanka um íslenskan sjávarútveg. Til þess að leggja á ráðin um þetta verkefni hefur Þorsteinn skipað starfs- hóp skipaðan fulltrúum útflytjenda, veiða og vinnslu ásamt fulltrúum ráðuneytisins. Hann sagði einnig frá samnorrænni upplýsingaherferð um sjávarútveg þar sem norrænu ríkin taka höndum saman um að opna fyrir neytendum sjávarafurða um allan heim sýn til sjávarútvegsins á Norður- löndum. í máli sínu lagði ráðherra áherslu á að upplýsingamiðlun af þessu tagi krefjist þess að sjávarútvegurinn sam- ræmi það sem er og því sem væri stefnt að. „Kjarni málsins er sá að und- an því verður ekki vikist að sýna neyt- endum fram á að við stundum ábyrgar veiðar," sagði Þorsteinn. „...undan því verður ekki vikist að sýna neytendum fram á að við stundum ábyrgar veiðar." Ályktanir 56. Fiskiþings Mótuð verði umhverfis- stefna fyrir ísienskan sjávarútveg „56. Fiskiþing beinir því til stjórn- ar Fiskifélags fslands, að hún hlutist til um að mótuð verði sérstök um- hverfisstefna fyrir íslenskan sjávar- útveg. Unnið verði að þessu í sam- vinnu við öll hagsmunasamtök í greininni og viðkomandi stjórnvöld. Þá verði unnið í samvinnu við önnur samtök í matvælaiðnaði að sam- ræmdri umhverfisstefnu í matvæla- framleiðslu á fslandi," segir í álykt- un Fiskiþings um umhverfisstefnu. Lagt er til að verkinu verði hrað- að og að á næsta reglulega Fiski- þingi liggi fyrir drög að umhverfis- stefnu til umfjöllunar og mögulegrar afgreiðslu. Ungt fólk í útgerð „56. Fiskiþing lýsir yfir áhyggjum yfir því hve erfitt er fyrir ungt fólk að hefja útgerð. Þingið hvetur stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila til að fylgjast með þeirri umræðu sem fram fer um þessi mál í Noregi.“ Hvalveiðar „56. Fiskiþing skorar á stjórnvöld að sjá til þess að hvalveiðar hefjist hér við land vorið 1998 í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunar- innar.“ ÆGIR 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.