Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 16

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 16
Væntir áframhaldandi sóknar sjávarútvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkað Stefán Halldórsson, framkvœmda- stjóri Verðbréfaþings ísiands, vœntir áframhaldandi sóknar sjávariítvegsfyrirtœkja á hlutabréfamarkaði. Sér í lagi telur hann að nýjar regltir um skráningu á Verðbréfaþingi muni verða til þess að sjávarútvegsfyrirtœkjum, sem eru mörg á Opna tilboðsmarkaðnum, muni fjölga á þinginu. Verðbréfa- markaður Með breyttum skráningarreglum Verðbréfaþings hefur verið tekinn upp svokallaður „vaxtarlisti" með vægari aðgangskröfum en áður gildu á þing- inu. „Fjölmörg fyrirtæki sem nú eru á Opna tilboðsmarkaðnum geta því auð- veldlega uppfyllt skilyrði inn á Verð- bréfaþing. Það skilyrði sem stóð í vegi hjá flestum var hluthafafjöldinn en áður var krafist 200 hluthafa en nú þarf hluthafahópurinn að vera á bil- inu 30 til 40," segir Stefán en einnig hefur verið dregið úr kröfum um markaðsvirði og starfsaldur félaga. „Út frá þessum breyttu skilyrðum hjá Verðbréfaþingi þá met ég það svo að inn á þingið muni koma nokkur fjöldi sjávarútvegsfyrirtækja, af þeirri einföldu ástæðu að þau eru stærsti hópurinn á Opna tilboðsmarkaðnum. Einnig sýnir sig að það er ekkert lát á samrunaferlinu og stækkun fyrirtækja í sjávarútvegi og samkvæmt reynsl- unni telja menn aðgang að nýju hlutafé á markaði oft mikilvægan þátt- ur í þessum sameiningarskrefum," seg- ir Stefán og aðspurður telur hann breytingarnar á reglum Verðbréfaþings ekki verða til að draga úr sameiningar- ferlinu. REVTINGUR íslenskur blaða- maður hjá Fiskaren íslendingurinn Magnús Þór Haf- steinsson hefur verið ráðinn blaða- maður við hið þekkta sjávarútvegs- blað Norðmanna, Fiskaren. Magnús Þór hefur um árabil verið búsettur í Noregi og lauk þar prófi í fiskeldis og rekstrarfræðum áður en hann gerðist kennari við Sjávarútvegs- háskóla Noregs í Tromsö. Magnús Þór er jafnframt frétta- ritari RÚV í Noregi en er nú bú- settur í Bergen í stað Tromsö áður. DIESELVÉLAR • TURBINUR MITSUBISHI DIESELVELAR AÐAL- OG HJÁLPARVÉLAR MIKIÐ ÚPVAL HAGSTÆTT VEPÐ 1 Vinsamlega leitlð tilboða! MDvélar hf. FISKISLOÐ 135 B, Pósthólf 1562 - 121 Reykjavík - Sími: 561 0020 - Fax: 561 0023 VELBUNAÐUR • VARAHLUTIR 16 AGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.