Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1998, Qupperneq 6

Ægir - 01.01.1998, Qupperneq 6
Guðrún Eyjólfsdóttir tók á síðasta ári til starfa í sjávarátvegsráðu- neytinu og eitt afhennar aðal verk- efni er umsjón með starfsfrœðslu- námskeiðum fiskvinnslunnar og önn- ur verkefni sem snúa að menntamál- um í sjávarútvegi. í samtali við Ægi segist hún þess fullviss að t nánustu framtíð eigi eftir að verða umtals- verðar framfarir í menntunarmálum ígreininni enda muni hún kalla í auknu mœli eftir vel þjálfuðu fólki til þeirra sérhœfðu starfa sem vinnsl- an er. Gttðrt'ni Eyjólfsdóttir við vinnu sína í sjávarútvegsráðuneytinu. Hún segir mörg verkefni unnin innan veggja ráðuneytisins sem séu engu minna mikilvœg en stóru deilumálin sem snúa að fiskveiðistjórimn og kvótaúthlutun. Trúi því að umræða um menntun í sjávarútvegi eigi eftir að vaxa verulega - segir Guðrún Eyjólfsdóttir í sjávarútvegsráðuneytinu „í starfsfræðslunni felst námskeiða- hald vítt og breitt um landið og er þar farið yfir hvaðeina sem viðkemur vinnslunni. Þegar nýtt starfsfólk hefur unnið í fjóra mánuði í vinnslu nýtur það kauptryggingar og á rétt á að fara á námskeið innan árs. Það fær launa- hækkun þegar það hefur lokið grunn- námskeiðinu," segir Guðrun, aðspurð um uppbyggingu starfsfræðslunnar. Verulegt samstarf er með Norður- löndunum í málum er varða sjávarút- veginn, ekkert síður en öðrum þátt- um. Guðrún segir að á þeim vettvangi séu mörg spennandi verkefni og sem dæmi um þau nefnir hún verkefni sem hrundið hefur verið af stað og snýr að þeim upplýsingum sem neyt- 6 ÆGIR -------------------------- andi framtíðarinnar mun sækjast eftir varðandi bakgrunn þeirrar vöru sem hann er að kaupa. „Með þessu er verið að reyna að gera sjávarútveginn og framleiðsluvör- urnar enn sýnilegri en áður. Þetta tel ég vera mjög athyglisvert og sama má segja um verkefni sem danskt ráð- gjafafyrirtæki mun vinna nú í vetur en þar verður leitast við að sjá fyrir um hvaða kröfum norrænn sjávarútvegur þarf að svara á næstu fimm árum. Það sem kemur út úr þessum verk- efnum held ég að geti nýst okkur vel, meðal annars við að skipuleggja menntamálin, - ef við trúum grein- ingu á þeim kröfum sem til okkar verða gerðar. Þá fyndist mér a.mk. skynsamlegt að bregðast þannig við," segir Guðrún. Snýst um fleira en fiskveiðistjórnun og kvóta Guðrún viðurkennir að í hugum margra snúist ímynd sjávarútvegs- ráðuneytisins um það eitt að sinna fiskveiðistjórnun og úthlutun kvóta. Vissulega sé það verkefni stórt en engu að síður séu mörg verkefni inni í ráðu- neytinu engu minna mikilvæg. „Núna á „Ári hafsins" þá vil ég að við getum náð upp á yfirborðið í um- ræðunni mörgum öðrum málum en þessu stóra deilumáli um fiskveiði- stjórnun og kvóta. Menntamálin eru ekki hvað síst málefni sem má fá meiri

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.