Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1998, Page 34

Ægir - 01.01.1998, Page 34
Góð hugmynd og útsjónarsemi geta oft lagtgrunn að traustum fyrirtcekjum. Það samiast hjá fyrirtœki Gunnars Brynjólfssonar, Vélsleðaþjónustunni, en þrátt fyrir þetta nafn fyrirtœkisins hafa vélsleðarnir algerlega vikið fyrir framleiðslu og uppsetningu á háþrýstiþvottabúnaði undir framleiðsluheitinu Ice-Clean. Búnaðurinn er sérhannaður fyrir sjávarútveginn, bœði skip og fiskvinnslur, jafnt sem kjötvinnslufyrirtœki. Á fáum árum hefur fyrirtœkið náð góðri fótfestu á innanlandsmarkaði og stigið þegar skrefí útflutningi á þessutn séríslenska búnaði, bœði til Hollands og Noregs. Stund milli stríða í verkefnum hjá starfsmönnum Vélsleðaþjónustunnar sem hafa mikið að gera við uppsetningu á Ice-Clean búnaði út um landið. Frá vinstri: Gunnar Brynjólfs- son, Tryggvi Aðalbjömsson og Viðar Sigþórsson. Gunnar heldur hér á sápugrindinni en með henni má á einfaldan hátt skipta milli þvottavatns, sápublöndu og sótthreinsiefnis. Myncl: IÓH Ice-Clean háþrýstiþvottakerfi: Islenskt hugvit í sinni bestu mynd Ice-Clean er öflugt háþrýstiþvotta- kerfi sem samanstendur af dælum, lögnum og þeim fjölda úttaka sem hæfilegur er á hverjum stað. „í raun er kerfið klæðskerasaumað fyrir hvern og einn en að grunni til er sama kerfið notað hvort heldur er um að ræða báta, fiskvinnsluhús eða kjöt- vinnslur," segir Gunnar í samtali við Ægi. Háþrýstiþvottabyssur eru tengdar við kerfið og með einföldum stilling- um er hægt að fá sápublöndu, sótt- hreinsiefni eða þvottavatn. Ef frá eru taldar háþrýstidælurnar sjálfar og þvottabyssurnar má segja að starfs- menn fyrirtækisins smíði allt sem nota þarf í kerfið, þannig að mikil vinna skapast hér innanlands við þennan búnað. Gunnar segir að rekja megi upphaf- ið að þessari vinnu til ársins 1992 en þá var byrjað að leita til hans eftir við- gerðum á háþrýstimótorum og smám saman fór áhuginn að beinast að þess- um búnaði og notkun hans hjá fyrir- 34 M3í\n ------------------------- tækjum og þar með hófst þróun á Ice- Clean kerfinu. Vélsleðaþjónustan er í nánu samstarfi við Olís hf. um sölu á kerfunum og stærstur hluti kaupenda kaupir jafnframt öll þvottaefni frá Olís og fær þannig kerfi, þvottaefnin og ráðgjöf um þvott hjá sömu aðilum. „Ég sá fljótt að það var óplægður markaður í fiskvinnslu- og matvæla- fyrirtækjunum enda hafði víða verið lítið skipulag á þessum hlutum. Út- gangspunkturinn var að velja í þetta búnað sem væri sterkur og stæðist álag Gísli Sverrisson, við nýjan og fullkominn rennibekk þar sem framleiddir eru hlutir í Ice-Clean kerfin. án mikilla bilana. Síðan hófst smíðin og í dag höfum við náð til 40-50 fiskvinnslufyrirtækja og einnig eru Ice-Clean kerfi komin í mörg skip og báta. I gegnum samstarf okkar við Olís komumst við líka í samband við aðila í Hollandi og þar höfum við sett upp kerfi. Nýjast á erlendum vettvangi er svo útflutningur til Noregs. Mér sýnist því miklir möguleikar vera fyrir hendi í framhaldinu og mikil verkefni fram- undan en okkar markmið er að sinna erlendu verkefnunum samhliða mark- aðnum hér heima. Hann verður alltaf okkar aðal vettvangur," segir Gunnar. Nýverið hefur Vélsleðaþjónustan tekið upp samstarf við nýtt fyrirtæki á Egilsstöðum, Dis ehf., en það fyrirtæki framleiðir sótthreinsibúnað. Segja má að Ice-Clean kerfin sé nú að finna í húsum hringinn í kringum landið og starfsstöðvar fyrirtækisins eru bæði í Kópavogi og á Akureyri. Sunnan heiða fer smíðin fram en tveir starfsmenn gera út frá Akureyri í uppsetningu úti í fyrirtækjum.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.