Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1998, Side 43

Ægir - 01.01.1998, Side 43
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI aðar úr ryðfríum stálrörum og með sléttu yfirborði sem óhreinindi tolla illa á og auðvelt er að hreinsa. Vélbúnaður Aðalvél Ásdísar er frá Catepillar, gerð 3406, 6 strokka línu-byggð fjórgengis vél með túrbínu og eftirkæli. Hún er 365 hestöfl (26 KW) við 1800 snún- inga á mínútu, vatnskæld með sjókæli utanborðs. Skrúfubúnaður tengist aðalvél um gír frá Twin Disc, gerð MG 514 með niðurfærslunni 3,5:1. Skrúfan er föst, 5 blaða skrúfa frá Brunton's Propeller með 990 mm skurði fyrir 340 hestöfl. Þvermál skrúfunnar er 1060 mm og er hún án hrings. Framan á aðalvél er Thecnodrive deiligír frá Ósey. Deiligírinn er með tvö aflúttök fyrir vélknúnar vökvadælur. Tvær hjálparvélasamstæður eru í skipinu. Ein er ný, vatnskæld frá FG Wilson og samanstendur af 43 KW Perkins vél, gerð 1004,4G með Newage Stamford rafala 46,7 KVA, gerð UCN 224B. Hin er gömul loftkæld ljósavél frá Hatz, 13 KW. Rafkerfi skipsins er 3 x 220V, 50 Hz. Auk þess er skipið búið landtengingu um spenni, sem er 32A, 3 x 220 V. Samfösun véla er möguleg í skamman tíma. Gamla stýrið og stýrisvélin eru not- uð áfram. Stýrisvélin er frá Cylinder Service í Noregi og er hún vökvaknúin. Kæliþjappa af gerðinni Gelp- hametric (Prest Cold) með sambyggð- um rafmótor ("semi-hermetisk"), sér um kæliþörf lestar. Kælikerfinu er stýrt með Pecomark rafeindastýringu. Loftblásari fyrir vélarúm er frá Ny- borg, tveggja hraða af gerðinni MPV 359 AIK sem afkastar 6000 m3/klst. við 2800 sn/mín og 0,85 KW. Hann er einnig hægt að keyra á 1400 sn/mín. Ferskvatnsþrýstikerfi er fyrir Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með breytingarnar. Þökkum samstarfið. RAFBQÐI-GARÐABÆ EHF. S: 565 8096 Skeiðarás 3-210 Garðabæ - Fax 565 8221 ÆGiffi 43

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.