Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1998, Blaðsíða 7

Ægir - 01.03.1998, Blaðsíða 7
I Tækni og fiskvinnsla SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI með þarf færra fólk til vinnslunnar og störfin urðu vélvæddari og léttari." Arnar viðurkennir að víða gæti í dag ákveðinnar þreytu í frystiiðnaðin- um gagnvart hópbónuskerfum og hin- um hefðbundnu flæðilínukerfum. í nýjustu gerðum af flæðilínum sé lögð áhersla á möguleikana til einstaklings- bónuss og þar sé verið að náigast það form sem var fyrir tíma flæðilínanna. „Þróunin er í þá átt að nýta kosti flæðilínukerfisins, þ.e. vinnuaðstöð- una og marga aðra þætti en stíga um leið í átt til einstaklingsbónuss á nýjan leik. Það eru dæmi um fyrirtæki sem aldrei hurfu frá einstaklingsbónusnum en þau eru vissulega ekki mörg." - Eru fyrirtæki að bjarga sér úr vondri afkomu af landvinnslunni með tæknivæðingunni og breyttum launa- kerfum? „Að undanförnu hafa margir verið að ná töluverðum árangri í auknum afköstum á manntíma. Það liggur að einhverju leyti í bættri vinnuaðstöðu en iíka í því að einstaklingsbónus örv- ar afköstin. En ég finn greinilega að það eru skiptar skoðanir meðal fisk- vinnslufólks að hætta í hópbónuskerf- inu. Sums staðar er áhugi á að halda því áfram en annars staðar ekki og ég veit að margir eru einmitt um þessar mundir að gera tilraunir til að vega og meta kostir breytinga. Ég hef því trú á að innan ekki margra mánaða verði kannski upp undir 20 fyrirtæki komin að einhverju leyti yfir í einstaklings- bónusinn en þetta kerfi hentar ekki öllum og til að mynda er uppbygging á búnaði til frystingar á síld og loðnu þannig að þar henta hópbónuskerfin mun betur." Stórbættur aðbúnaður Arnar segir ekki einróma raddir um áhrif tæknivæðingar á störfin í fisk- vinnsiunni. Ekki sé því hægt að segja að heilt yfir hafi breytingar leitt til einhæfari starfa en samt sem áður sé hægt að fullyrða að allur aðbúnaður fiskvinnslufólks hafi stórbatnað á örfá- um árum. En fer að nálgast þann tímapunkt að tækin verði vandvirkari og mikilvægari en hendur fiskvinnslu- fólksins? Arnar er ekki viss um að sú stund sé runnin upp. „Nei, það held ég ekki. Menn lenda í mörgum barnasjúkdómum í tækni- væðingunni og það skýrir að menn flýta sér ekki að kollvarpa allri sinni vinnslu. Þróunin er þess vegna hægari en manni sýnist í fyrstu og þar af leið- andi er langt að bíða þess að að tækn- in taki fiskvinnslufólkinu fram." Matvara Hreinlœtisvörur Búsáhöld Sérvara Rcf^s trarvörur Hreinsiefni Sjógatlö Hnífö ÁfyUioe^nistt.r Vcttli ngn Svuntur ötl rofmo^nstŒK, Leitið ráðtegginga okkar sérfrmðinga kajfimálin og breinlætismálin Verið velkomin á skrifstofu og í sýningarsal okkar að Óseyri 1 á Akureyri, 2. hœð. O3QD0 O ö> yd ...á sjó og landi! ÓSEYRI 1 600 AKUREYRI Sírnar 463 0407 896 0485 Fax: 463 0375 Æ3,][]R 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.