Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1998, Blaðsíða 10

Ægir - 01.03.1998, Blaðsíða 10
Flœðilínur í smíðum hjá Marel hf. Fyrirtœkið hefur nýverið sett upp nýjar línur hjá Snœfelli á Dalvík, Útgerðarfélagi Akureyringa og ísfélaginu í Vestmannaeyjum. Með nýrri tœkni við vinnslu binda margir vonir við að hœgt sé að snúa rekstri landvinrtsl- unnar úr tapi í hagnað. Sama hvað tæknin heitir ef hún skilar árangri Tæknibúnaður sem Marel hf. hefur þróað fyrir fiskvinnsluna hefur gjarn- an innleitt nýjungar byggðar á því nýjasta í hugbúnaði, rafeindatækni og sjónrænni tækni á hverjum tíma. Hörður segir fyrirtækið oft fást við þróun á hlutum sem hvergi sé að finna fyrirmyndir að. „Við teljum okkur leiðandi fyrirtæki í þróun á framleiðslu- búnaði vegna þess að við erum oft að skapa nýja tækni. Það er hins vegar ekki svo að við lær- um ekki af því sem aðrir eru að gera en teljum okkur yfirleitt vera á undan okkar samkeppnis- aðilum með nýjungarnar," segir Hörð- ur. -Hversu móttækileg er íslensk fisk- vinnsla fyrir tækni og framþróun á því sviði? „Að mínu mati mjög vel móttæki- leg en að sama skapi kröfuhörð. Menn 10 ÆGIR -------------------------- kaupa ekki tæknina vegna þess að hún er ný heldur vilja menn fá ákveðna lausn og leiðin að henni er oft ný tækni. Mér finnst að mönnum sé nokkuð sama hvaða tækni er verið að beita, fyrst og fremst er árangurinn það atriði sem spurt er um. Ef hægt er að bæta nýtinguna eða afurðaskipting- una þá breytir litlu hvernig það er gert heldur hvort. Sumir halda og segja að menn í fiskvinnslunni á íslandi séu tækjaóðir en það er langt í frá. Menn eru mjög harðir á því að sjá raunveru- legan ávinning af tækninni, að hún skili rekstrinum peningalegum ávinn- ingi þegar upp er staðið. Eins og ég sagði áður þá eru settar upp „prótótýpur" og niðurstöður sannprófaðar þannig að viðskiptavin- urinn geti séð svart á hvítu hverju nýj- ungarnar skila áður en lagt er af stað. Það er því ljóst að viðskiptavinirnir halda fast um peningaveskið, sem er að mínu mati mjög gott og hollt fyrir alla aðila. Fyrir okkur hjá Marel hf. eru kröfurnar hér heima mjög gott vega- nesti þegar við förum að vinna á mörkuðum erlendis því um leið og ís- lenski markaðurinn er harður skóli þá er hann árangursríkur. Það er engum greiði gerður með því að menn sætti sig við nýjungar sem eru ekki nógu góðar," segir Hörður. Með fiskvinnslumenntað fólk í þróunarvinnunni Árangur í fiskvinnslu byggist í raun aldrei á einum þætti heldur kannski miklu frekar samspili margra þátta. Hörður segir viðskiptavinina horfa á aukin afköst, betri nýtingu, betri skipt- ingu afurða og gæði. „Allt eru þetta skyld atriði en gæðin eru ofarlega í hugum allra. En það er ljóst að til að vinnslurnar hafi rekstrargrundvöll þá ráða af- urðaskiptingin og afköstin mestu. Til að við getum sett okkur inn í það umhverfi sem viðskiptavinirnir vinna í þá höfum við hér innanhúss fisk- vinnslumenntaða starfsmenn og fólk með reynslu af þessum störfum og það er okkur mikil- vægt þegar út í útfærslur á nýj- um hugmyndum er komið," segir Hörður. Vel treystandi fyrir tækninýjungum Fyrr var nefnt að sjónræn tækni hafi verið innleidd í fiskvinnslunni, tölvu- hugbúnaður, rafeindabúnaður og margt annað sem var óþekkt fyrir ekki „Mér finnst að mönnum sé nokkuð sama hvaða tœkni er verið að beita, fyrst og fremst er árangurinn það atriði sem spurt er um."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.