Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1998, Side 40

Ægir - 01.03.1998, Side 40
Smábátaútgerðin getur skapað mörg störf - segir Birgir Ævarsson hjá Rafbjörgu, heild- og smásöluverslun með veiðarfœri smábáta Birgir Ævarsson segir engan vafa leika á að hægt sé að fjölga vemlega störfnm ef hlutdeild smábáta í veiðum verði aukin. Hljóðið í smábátasjómönnum er yfirJeitt gott en þeir eru fyrst og fremst þreyttir á sífelldum breyting- um á lögum um veiðar smábáta. Það liefur verið erfitt fyrir þessa menn að vita í raun aldrei hvernig fyrirkomu- lagið verði á nœsta ári,"segir Birgir Ævarsson, eigandi veiðaifceraversl- unarinnar Rafbjargar í Reykjavík. Rafbjörg Itefur um árabil verið eitt af dyggustu þjónustufyrirtœkjum smá- bátasjómanna, flutt inn og selt veið- arfœri og búnað fyrir handfœrasjó- menn, auk þess sem Rafbjörg er þekkt fyrir RB krókana sem margir nota. Rafbjörg reið á vaðið hér á landi með samsetningu á svokölluðum skak- krók, sem notið hefur mikilla vin- sælda handfæraveiðimanna. Birgir valdi að fela Bergiðjunni, vernduðum vinnustað í Reykjavík, að annast sam- setningu á RB krókunum og hann seg- ist mjög ánægður með samstarfið við Bergiðjuna. „Þeirra vinna felst í samsetningu á króknum sem er mikil handavinna og mjög vandað til hennar hjá Bergiðjunni," segir Birgir. „Rafbjörg hóf starfsemi sína árið 1987 og þá með sölu á sænskum tölvuvindum frá Beletronik og þær hef ég selt fram til dagsins í dag. Við höf- um líka verið í bátarafmagni og ýms- um rafmagnsviðgerðum tengdum bát- um en á síðari árurn hefur starfsemin nær einvörðungu snúist um veiðarfær- in, enda nóg að gera á því sviði," segir Birgir. Atvinnuskapandi útgerð Hann segist hafa mikinn skilning á því sjónarmiði smábátasjómanna að fremur beri að auka hlutdeild smærri bátanna en draga úr henni. Veiðar smábátanna skili einfaldlega mörgum störfum og það skipti þjóðfélagið máli. „Menn tala mikið um mikilvægi þess að setja upp verksmiðjur sem kannski skila ekki nema 100 störfum á meðan ekki þyrfti að auka hlutdeild smábáta verulega til að stórauka fjölda starfa í kringum þá útgerð. Þetta er at- vinnuskapandi grein sem fer vel með hráefnið og það er því allt sem mælir með þessum veiðiskap," segir Birgir. Blýsökkurnar á útleið Breytingar verða ekki verulegar frá einu ári til annars í búnaði og veiðar- færum fyrir smábáta. Birgir segir vind- urnar taka sífelldum breytingum og framförum en veiðarfærin eru nokkuð hefðbundin. Blýsökkur eru þó að víkja fyrir járnsökkum af umhverfisástæð- um. „Mörgum finnst að vísu leiðinlegra að vera með járn í sökkunum en þetta er vistvænna en blýið og þegar fiskað er á handfæri og notaðar járnsökkur þá verða veiðarnar ekki öllu umhverfisvænni," segir Birgir. Rafbjörg flytur sjálft til landsins þann búnað sem fyrirtækið selur og fjöldi umboðsaðila er út um landið og í gegnum þá þjónustar fyrirtækið smá- bátasjómenn hringinn í kringum landið. Nýjasta viðbótin við vörurlista Rafbjargar eru sjógallar, hanskar og vettlingar „þannig að sjómennirnir þurfa ekkert nema bátinn og leyfið áður en þeir koma til mín," segir Birgir. 40 ÆGiIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.