Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1998, Blaðsíða 35

Ægir - 01.03.1998, Blaðsíða 35
Tækni og fiskvinnsla SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Flokkari sem nota má við flokkun á margs konar hráefni. Þessi búnaður byggir á sjónrœnni tœkni þar sem myndavélar lesa hráefiiið sem fer ígegnum vélina. á allra síðustu árum og hann telur fyr- irséð að þannig muni þróunin verða. „Það nýjasta í sambandi við pökkun á fiski í neytendaumbúðir er að hverju og einu stykki er pakkað inn þannig að stykki sem áður fóru sex saman í poka fara nú hvert og eitt í sína pakkningu og síðan er valið saman í stærri poka. Umbúðirnar eru sannarlega miklar en engu að síður þá er ekki fyrirsjánlegt annað en smápakkningar á fiski krefj- ist mikilla umbúða. Neytandinn vill borga hærra verð fyrir vöruna ef hún er meðhöndluð á þennan hátt og með- an svo er þá aukast umbúðirnar," segir Benedikt. Leitað að málmum Eitt af þeim tækjum sem tilheyra pökk- unarstiginu er svokallað málmleitar- tæki og sannarlega kann að hljóma undarlega að leita þurfi að málum á þessu stigi í hágæðaframleiðslu mat- væla en engu að síður er það rökrétt. „Tækið leitar að málmum í vörunni eftir að hún er komin í endanlegar um- búðir og þetta er gert til að forðast slys," segir Benedikt. „Það geta farið í vöruna hnífsoddar eða málmhlutir úr vinnslutækjunum og málmleitinni er ætlað að koma í veg fyrir að pakkning- ar með slíkum göllum fari út á markað. Allir kaupendur á neytendapakkning- um gera kröfur um að varan sé búin að fara í gegnum málmleit af þessu tagi og þetta sýnir enn hversu miklar kröf- ur eru gerðar til fullunnina neytenda- pakkninga." Traustið á tækninni er vaxandi Benedikt segist í engum vafa um að mikil trú sé almennt meðal fisk- vinnslufólks á getu tækninnar til að skila framþróun. „Ég held að trúin sé vaxandi og menn leita stöðugt eftir meiri fullkomnun með tækjunum. Þetta er sama sjónarmiðið og erlendis - ef ekki er Iagt í bestu fáanlega tækni á hverjum tíma þá eru vinnslurnar ekki samkeppnisfærar. Þetta hefur enda sýnt sig hér á landi þar sem þau hús sem hafa fjárfest í sjálfvirkni í pökkun í neytendaumbúðir standa á heildina litið hvað best að vígi í dag." - Fjárfestingin í tækni er þannig að skila sér þótt að hún kosti mikla pen- inga í mörgum tilfellum? „Já, það tel ég enga spurningu um. Ef menn ætla að vera í framleiðslu matvæla fyrir neytendur þá verður að fylgja tækninni eftir. Og það er langt í land, mikil þróun í gangi og fiskvinnsl- an á eftir að verða miklu sjálfvirkari en hún er í dag," segir Benedikt - Telurðu þá að hönd fiskvinnslu- fólksins eigi eftir að víkja fyrir raf- eindastýrðum tækjabúnaði? „Það stig nálgast stöðugt og stað- reyndin er sú að innan skamms geta menn almennt talið sig vera með bein- lausa vöru og staðið við það. Tæknin er sífellt að verða öflugri og gerir mannshöndina um leið óþarfari," segir Benedikt. Flokkunarvélbúnaður sem einnig leitar að málmi í afurðunum sem unnið er með. NCm 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.