Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1998, Side 11

Ægir - 01.03.1998, Side 11
^Tækni og fiskvinnsla SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Á sama hátt og tölvutœknin fcerist í ce vaxandi mceli inn í fiskvinnslumar sjálfar þá gegna tölvumar líka miklu tnáli við hönnun á fiskvinnslubúnaði nútímans. svo ýkja mörgum árum. Hörður leggur áherslu á að allur þessi búnaður geti aldrei nýst til fulls nema notendur hans hafi haefni til að nota hann í daglegri vinnslu og það sýni dæmin að íslenskum fiskvinnslumönnum sé vel treystandi fyrir nýjungunum. „Við byggjum mikið á því í okkar framleiðslu að búnaðurinn sé sjálfvirk- ur en jafnframt traustur og standist álagið í vinnsluhúsunum. Við höfum starfað í þessari framleiðslu í 15 ár og mörg þau tæki sem við settum upp á fyrstu árum okkar eru enn í notkun og hafa staðist álagið og það erum við ánægðir með," segir Hörður. Stökkbreytingar ekki fyrirsjáanlegar Marel hf. beitir þeim aðferðum að funda með leiðandi fyrirtækjum í fisk- vinnslunni og reyna á þann hátt að laða fram framtíðarsýn og út frá því eru svo stigin skref sem menn telja skynsamlegust til framþróunar í grein- inni. Undirbúningsvinna af þessu tagi segir Hörður að hafi verið undanfari þeirrar kynslóðar af flæðilínum sem Marel hf. hefur sett upp á undan- gengnum misserum, t.d. hjá ÚA, Snæ- felli og ísfélaginu í Vestmannaeyjum. Þeirri spurningu hvort fyrirsjáanlegar séu stökkbreytingar, jafnvel að flæði- línurnar víki fyrir einhverju öðru svar- ar Hörður þannig að stórar breytingar séu sjaldnast fyrirsjáanlegar. „Flæðilínur eru ekki bara flæðilínur, það koma nýjar kynslóðir og þær geta verið gjörólíkar frá einni til annarrar. Við getum líkt þessu við að að menn tali um bíla eins og þeir séu allir eins. Við höfum lagt áherslu á verulega bætta vinnuaðstöðu við flæðilínurnar, jafnframt stórauknum afköstum, betri hráefnismeðferð og auðveldara eftirliti og stjórnunarmöguleikum. En hvað varðar stökkbreytingar þá er það svo í tækniþróun að manni verða stórar breytingar jafnvel ekki ljósar fyrr en eftirá og þótt ég geti ekki sagt til um stökkbreytingar þá er ég ekki í nokkrum vafa um að hér á landi á eftir að verða áfram stórfelld tækni- þróun í fiskiðnaði. Án vafa munu ís- lensk fiskvinnsluhús verða áfram í far- arbroddi í tæknivæðingu í heiminum og það er ekkert ótrúlegt að menn telji hagkvæmt að stokka upp fyrirkomulag og búnað á fimm til sex ára fresti til að ná fram mesta mögulegum árangri á hverjum tíma. Kröfurnar breytast sí- fellt og tækninýjungarnar sömuleiðis." Stöndum framarlega í tækniþróuninni Orð framkvæmdastjóra þróunarsviðs Marels hf. um stöðu íslenskrar fisk- vinnslu á heimsmælikvarða ef horft eru til tæknivæðingar eru mjög upp- örvandi. „Ég tel nokkuð óhikað að við séum í fremstu röð. íslensk fiskvinnsla er yf- irleitt vel rekin og á undanförnum 3-4 árum höfum við verið að stíga framar í tæknimálum í greininni og tekið um leið stærri hluta af kökunni," segir dr. Hörður Arnarson framkvæmdastjóri þróunarsviðs Marels hf. REVTINGÖRr" Samningur um umhverfisstjórnun Krossanes hf. og Rannsókna- stofnun Háskólans á Akureyri hafa gert með sér samstarfssamning um faglega ráðgjöf og rannsóknir er lúta að stefnumótun í umhverfisstjórnun. í fyrstu verður lögð áhersla á val á búnaði til hreinsunar á útblæstri frá Krossanesverksmiðjunni. Samning- urinn gildir til júníloka árið 2000. Markmiðið með samstarfssamn- ingnum er að ná enn betri tökum á umhverfismálum Krossanessverk- smiðjunnar svo hún megi verða í fararbroddi sambærilegra fyrirtækja þegar árið 2000,“ eins og segir í samningnum. í því augnamiði verð- ur aðgerðunum einkum beint að fjórum sviðum: ímynd, tækni, mæl- ingum og gæðatryggingu. Grandi hagnaðist um hálfan milljarð Grandi hf. og dótturfélag fyrir- tækisins, Faxamjöl hf. skiluðu sam- tals 516 milljónum króna í hagnað á síðasta ári. Rekstrartekjur félaganna námu samtals tæpum 4000 millj- ónum króna þannig að hagnaður er um 13% af veltu. Athygii vekur að veltufé frá rekstri jókst um 18% á árinu 1997, fór úr 459 milljónum króna í 686 milljónir. Rekstrartekjur jukust um 2% en rekstrargjöld félaganna lækkuðu hins vegar um 4%. Mm ii

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.