Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1998, Qupperneq 21

Ægir - 01.03.1998, Qupperneq 21
Á Tækni og fiskvinnsla SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Bretarnir kröfuharðir Þegar kemur inn í vinnslurnar sjálfar tekur við nánast óhugnanleg varfærni gagnvart hráefninu eftir að það hefur farið í gegnum suðu. Svæði eru harð- lokuð og fara þarf í sérstakan fatnað, setja upp hanska, þvo hendur og skipta um skó áður en farið er inn á mestu áhættusvæðin. Þessar kröfur segir Guðmundur komn- ar frá Bretlandi en þar er sá markaður sem best borgar fyrir rækjuna, uppfylli vinnslurnar allar þessar stífu kröfur. „Já, Bretarnir hafa skikkað okkur til að umgangast soðna hráefnið á allt annan hátt en áður. Við förum inn í vinnslurn- ar eins og við séum að fara inn á skurðstofu á sjúkrahúsi. Allt kostar þetta peninga en þessi at- riði, ásamt þrifunum á verk- smiðjunum þarf að uppfylla eigi verksmiðjurnar að fá grænt ljós hjá kaupendunum. Bretarnir eru t.d. þannig að það er ekki nóg að þeim líki varan, öll vinnslan verður að uppfylla kröfur sem eru samkvæmt breskum lögum um neytendavörur og fram- leiðslu þeirra," segir Guðmundur. Búnaður sem eykur afkastagetu verksmiðjanna „Kerlingabaninn". Sannarlega ekki fagurt orð en segir samt nokkuð um áhrifin af þessum búnaði í vinnsl- unum. Sanngjarnara væri þó að segja að búnaðurinn hafi gert verksmiðj- unum kleift að auka afkastagetu sína og þar liggi fyrst og fremst áhrif hans. Fyrir tíma búnaðarins þurfti fjölda- marga starfsmenn við færiband til að tína gallaða rækju úr en engu að síður fór alltaf eitthvað af gallaðri vöru alla leið. „Kerlingabaninn" er búnaður sem flokkar frá gallaða rækju eftir pill- un og þessi flokkun fer fram á örskots- hraða. Tvær gerðir eru af búnaðinum og hefur fyrirtækið Plastco selt þær báðar. Benedikt Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Plastco, segir nánast all- ar rækjuvinnslur landsins komnar með búnaðinn. „Önnur tegund búnaðarins byggir flokkun með vídeótækni en hin með lasertækni. Vídeóbúnaðurinn er not- aður víðar en hinn en báðar gerðirnar taka við rækjunni eftir pillunarvélarn- ar og hreinsa óhreina og gallaða rækju, ásamt öðru rusli, út úr flæðinu. Rækjan fer á færibandi undir geislann eða linsuaugun og við endann á færi- bandinu er fjöldinn allur af blásturs- spíssum sem blása í burtu gallaðri rækju eða öðru því sem ekki á að fara áfram í vinnslunni. Frá þessum búnaði fer gallaða rækjan svo í eftirpillun þar sem hún er fullunnin og skilað á nýj- an leik inn í flæðið," segir Benedikt og aðspurður segir hann búnaðinn hafa fyrst og fremst skilað verksmiðjunum meiri afköstum en áður. „Það er mis- jafnt hvernig vinnslurnar hafa notfært sér ágóðan af þessari tækni. Miðað við sama magn og áður geta fyrirtækin unnið með færra starfsfólki en margar verksmiðjanna hafa heldur kosið að auka heldur hráefnismagnið sem unn- ið er úr," segir Benedikt. Kostnaðurinn hefur skilað sér til baka Guðmundur Högnason segir óumdeilt að „kerlingabanarnir" hafi veirð bylt- ing í vinnslunum og kannski sýnilegur þáttur en hann bendir líka á breytta tækni við lausfrystinguna, þ.e. fryst- ingu í tveimur stigum. Lokastigið er svo pökkunin og þar hafa nokkr- ar vinnslur í landinu, s.s. í Hnífs- dal, hjá Sigurði Ágústssyni hf. í Stykkishólmi, Fiskiðjusamlagi Húsavíkur og Básafelli, farið út í vélræna pönnun, ýmist í poka eða bakka. En þegar horft er yfir sviðið í rækjuvinnslunum og alla þá þætti sem hafa tekið breytingum er erfitt að verjast þeirri spurn- ingu hvort allur sá kostnaður sem í breytingar hefur verið lagð- ur hafi skilað sér til baka. Guð- mundur svarar þeirri spurningu strax játandi. „Já, hiklaust hjá þeim erum eru að vinna úr mesta magninu. En ef við horfum hins vegar á veið- ina á rækju dragast saman þá koma menn til með að horfa á mikla fjárfestingu sem engu er að skila enda erum við örugglega með tvöfalt meiri vinnslugetu en nauðsyn- legt er í landinu," segir Guðmundur. Bolfiskvinnslan getur lært af reynslu rækjuiðnaðarins Strangar kröfur sem rækjuiðnaðurinn hefur gegnið í gegnum kann að verða mjög mikilvægur skóli þegar fyrirtæk- in halda inn á fullvinnslumarkað í bolfiski í auknum mæli. „Bolfiskvinnslan hefur lært mikið af því vinnuiagi sem er viðhaft í rækj- unni og á eftir að læra mikið. En ég er þess líka fullviss að tæknibúnaðurinn í rækjuvinnslunni tekur mannshönd- inni fram og án tækninnar þá stæðum við ekki þar sem við stöndum í dag," segir Guðmundur. AGIR 21

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.