Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1998, Page 31

Ægir - 01.03.1998, Page 31
I Tækni og fiskvinnsla SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI ann, s.s. merki framleiðanda, gerir þær að hans eigin," segir Páll. Evrópubúar vilja upplýsingar Páll segir að í Evrópu sé sérstaklega eft- irtektarverð krafa um meiri upplýsing- ar um vörur, þ.e. að neytandinn vill vita hvar fiskur er veiddur, hvernig hann er unninn og þannig mætti áfram telja. Krafan um þessi atriði komi ekki hvað síst fram þegar um- ræða er uppi um mengun í höfum, s.s. gerðist fyrir skömmu þegar nýjar rann- sóknir við Noregsstrendur sýndu aukna mengun frá kjarnorkuendur- vinnslustöðinni í Sellafield í Skotlandi. Hvað þetta varðar telur Páll að íslend- ingar hafi sóknarfæri með þann gæða- fisk sem veiddur er hringinn í kringum landið. Fullvinnslan og framtíðin Framtíðin í fiskvinnslunni er greinilega í átt til meiri vinnslu inn á neytenda- markaði, það sem stundum er kallað fullvinnsla sjávarafurða. „Þessi þróun kallar mjög á hágæða umbúðir og þar teljum við okkur nokk- uð vel í stakk búna til að veita góð gæði og þjónustu. Við erum í samstarfi um umbúðaframleiðslu við Prent- smiðjuna Odda og aðgangur okkar að þeim prentvélakosti sem þar er gefur okkur gífurlegt svigrúm og tryggingu fyrir prentgetu. Hvað varðar neytendaumbúðirnar þá er mjög mikilvægt að menn rasi ekki um ráð fram því umbúðirnar og hvernig þær líta út er það atriði sem grípur auga kaupandans í versluninni þannig að þarna getur skilið milli feigs og ófeigs. Fólk fær einfaldlega á tilfinn- inguna að vara í fallegum öskjum sé gæðavara og þar er komið að mikil- vægasta atriðinu. Þetta sýnir glöggt hve veigamiklu hlutverki umbúðir gegna í því ferli sem framleiðsla og sala á sjávarafurðum er í dag," segir Páll Pálsson. Magnús Gauti til Snæfells Magnús Gauti Gautason tekur við starfi framkvæmdastjóra sjávarút- vegsfyrirtæksins Snæfells í aprílmánuði næstkomandi. Magnús Gauti lætur á sama tíma af starfi kaupfélagsstjóra KEA en félagið á mikinn meirihluta hlutabréfa í Snæfelli hf. Ari Þorsteinsson hefur verið framkvæmdastjóri Snæfells frá því fyrirtækið var stofnað á miðju síðasta ári en heldur nú til starfa hjá dótturfyrirtæki SÍF í Kanada. Magnús Gauti Gautason hefur verið stjórnar- formaður Snæfells hf. frá stofnun þess. Gott ár hjá Síldarvinnslunni Síldarvinnslan hf. f Neskaupstað skilaði 332 milljóna króna hagnaði á árinu 1997 sem er nálega 150 milljóna króna lakari afkoma en á árinu 1996. Hagnaður fyrir skatta var á síðasta ári 494 milljónir króna en 498 milljónir árið 1996 þannig að mismunirinn á milli ára liggur að mestu í breyttum skattskuldbindingum. Rekstrartekjur Síldarvinnslunnar hf. í fyrra voru liðlega 4.100 milljónir króna og höfðu hækkað um 16% frá árinu 1996. Eigið fé félagsins í árslok var um 2,5 milljarðar króna og jókst eiginfjárhlutfallið úr 36% í árslok 1996 í 46% í árslok 1997. Betri afkoma hjá Tanga á Vopnafirði Afkoma Tanga hf. á Vopnafirði batnaði verulega á nýliðnu rekstrarári samanborið við árið 1996. Hagnaður af rekstri félagsins nam 66,5 milljónum króna en 4,2 milljóna króna tap varð af rekstrinum árið 1996. Hagnaður af reglulegri starfsemi Tanga hf. nam 71,9 milljónum króna á árinu 1997 sem svarar til 4,3% af veltu tímabilsins. Loðnu- og síldarvertíðir gengu vel hjá Tanga hf. og tók félagið á móti ríflega 72.000 tonnum af loðnu og síld sem er það mesta sem fyrirtækið hefur tekið á móti á einu ári. Þar af fóru um 9.700 tonn í frystingu á Rússlandsmarkað. Til samanburðar má geta þess að alis voru fryst rúm 2.500 tonn af loðnu og síld hjá Tanga hf. árið 1996. Bætt afkoma Tanga hf. stafar fyrst og fremst af velgengni í veiðum og vinnslu uppsjávarfiska en félagið hefur fjárfest umtaisvert í þeirri grein á undanförnum tveimur árum. Jafnframt hefur orðið veruleg áherslubreyting í rekstrinum og hefur vægi bolfiskvinnslu minnkað verulega frá því sem áður var. ÆGffi 31

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.