Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1998, Blaðsíða 37

Ægir - 01.03.1998, Blaðsíða 37
^ Tækni og fiskvinnsla SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGl fiskvinnslustöðva og nota þær sem hluta af gæðakerfi hennar. Þessi hug- búnaður mun auðveldlega vinna með öðrum hugbúnaði, t.d. upplýsingakerf- um. Hægt verður að nota hugbúnaðinn til að þjálfa matsmenn á betri og ódýr- ari hátt en áður. Evrópskt samstarfsverkefni Emilía Martinsdóttir segir hugmynd að evrópsku samstarfsverkefni hafa kvikn- að þegar starfsmenn RF og Hollending- ar á hollenskri systurstofnun voru sam- an í evrópsku samskiptaverkefni sem gekk út á mat á ferskleika fisks. Einn Hollendinganna hafði séð skynmats- handbók Emilíu og fannst honum nauðsynlegt að koma aðferðinni í tölv- ur. Hugmyndin varð til og Emilía fór að huga að því hverjir hefðu áhuga á því að vinna þetta hér heima. Hún leit- aði til Tæknivals og síðan Þorbjarnar í Bolungarvík því þar á bæ höfðu menn notað skynmatsaðferðina og verið ánægðir með hana. Staðalrækja Samstarfsverkefni Rannsóknarstofnun- ar fiskiðnaðarins, Tæknivals og rækju- verksmiðju Bakka í Bolungarvík (sem nú hefur sameinast Þorbirni hf.) mið- aðist aðeins við tölvuvætt skynmat á rækju. Þetta íslenska samstarfsverkefni hefur verið stutt af Rannsóknarráði. Emilía segir að nú sé unnið að því að gera geymsluþolstilraunir á rækj- unni, taka myndir og útbúa allt það efni um skynmat sem fer inn í pakk- ann hjá Tæknivali. Þannig mun mats- maðurinn hafa myndir af öllum gæða- þáttum svonefndrar staðalrækju, auk leiðbeininga, fyrir framan sig á tölvu- skjá. Hvern gæðaþátt staðalrækjunnar ber matsmaðurinn síðan saman við þá rækju sem hann er með hverju sinni. Hverjum gæðaþætti er gefin einkunn sem er færð inn í tölvuna og við lok matsins reiknar hún síðan út heildar- mat á afla skips og flokkar hann eftir gæðastuðli. Þessar upplýsingar les tölv- an síðan inn í vinnslueftirlit og vísar í gagnagrunn til geymslu og frekari úr- vinnslu. Gengur fyrir allt fiskmat Sú aðferð sem verið er að þróa í rækj- unni gengur fyrir allt fiskmat. Hún kæmi sér til dæmis mjög vel á fisk- mörkuðum og þar sem menn eru að kaupa óséðan afla og gæðin oft önnur en menn hugðu í upphafi. Einnig er hægt að nota hana við afurðamat. Gæðastuðlar auðvelda sölu afurða og samskipti við kaupendur. Þeir skapa traustan grundvöll fyrir mismunandi verðflokkun á rækju svo dæmi sé tekið. Sú rækja sem næði hæstri einkunn fengi t.d. stimpilinn eðalrækja og gæðastuðullinn myndi tryggja að verð og eftirspurn héldust í hendur við gæði. Eftir að íslenska verkefnið hófst var leitað eftir styrk frá ESB til að vinna að sams konar verkefni fyrir mat á öðrum fisktegundum. Styrkurinn var veittur í liðnum ágústmánuði og hófst vinnan fyrir alvöru í liðnum janúar. Þeir sem tóku þátt í þessu Evrópuverkefni voru RF og hollensk systurstofnun, Þorbjörn hf., Tæknival, Fiskmarkaður Suður- nesja og tveir hollenskir fiskmarkaðir, Den Helder og Ijmuiden. Auðvelt að þjálfa starfsmenn í notkun stuðulsaðferðarinnar Hjördís Sigurðardóttir, gæðastjóri Þor- bjarnar hf., segir að fyrir einu og hálfu ári hafi verið þjálfaður upp hópur starfsmanna í fyrritækinu í Bolungar- vík til að meta ferskleika fisks. Notast hafi verið við áðurnefnda skynmats- handbók Emilíu. Hún segir að kostir gæðastuðulsaðferðarinnar séu nokkrir, mjög auðvelt sé að þjálfa starfsmenn í notkun hennar og að hún sé hlutlæg þar sem hvert skemmdareinkenni er skoðað sérstaklega og heildarniðurstað- an fengin með einum stuðli. Þar sem stuðullinn hækkar línulega með aldri hráefnis í ís segir Hjödís að auðvelt sé að spá fyrir um geymsluþol þess. Þar sem síðan séu sett vikmörk á gæða- stuðulinn megi stýra hráefninu inn í vinnsluna með tilliti til geymsluþols- ins. Kostir við aðferðina Aðspurð hvaða kosti Þorbjarnarfólk sjái helst við það að tölvuvæða skyn- matið segir Hjördís þá nokkra. Skoðum þá: Reglubundin þjálfun starfsmanna yrði mun auðveldari þar sem þjálfun- arkerfið yrði sett upp í tölvu með myndum og spurningum. Matið sjálft yrði trúverðugra þar sem matsmaður er leiddur í gegnum spurningar um öll einkenni hráefnis- ins án þess að geta sleppt einstökum þáttum. Hægt yrði að skoða niðurstöður og gera tölfræðilegar athuganir á þeim. Þannig mætti t.a.m. skoða gæði hrá- efnis frá einstaka bátum, mörkuðum eða jafnvel veiðisvæðum. Stjórnendur Þorbjarnar binda miklar vonir við tölvuvædda skynmatið og benda á að óhrekjanlegur mælikvarði á gæði fisks myndi skila sér í bættri með- höndlun og þar með aukinni verð- mætasköpun í sjávarútvegi. Verðmæti hráefnisins tæki mið af gæðum þess. Verður vonandi samevrópskt gæðaeftirlit Emilía Martinsdóttir segir að vonir standi til þess að þetta samræmda gæðaeftirlit verði samevrópskt. Hún segir að auk íslendinga munu Hollend- ingar nýta sér það en auk þessara tungumála muni hugbúnaðurinn verða til á ensku. Islenska verkefnið gengur vel, próf- anir á rækjunni, gerð einkunnastiga og ljósmyndun á rækjunni í mismunandi ástandi. Þá er þarfagreining og kerfis- setning vegna hugbúnaðargerðarinnar vel á veg komnar. Reiknað er með að íslenska verefninu ljúki með fullgerð- um hugbúnaði árið 1999 en evrópska verkefninu ári síðar. ÆGIR 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.