Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1998, Blaðsíða 36

Ægir - 01.03.1998, Blaðsíða 36
Tækni og fiskvinnsla Tölvuvœtt skynmat í fiskvinnslu - nýtt Evrópuverkefni: Samræmt gæðamat á öllum stigum Tpyrii nokkrum árum tók Emilía Jö Martinsdóttir, verkfrœðingur hjá Rannsóknarstofhun fiskiðnaðarins, sig til og bjó til skynmatshandbók þar sem sýndar eru myndir affiski á mismunandi skemmdarstigi. Með skynmati er vísað til þess að skynfœr- in, lykt, bragð og útlit, eru notuð til þess að ákvarða ástand fisksins. Menn sem selt hafa og keypt fisk eru sammála uiti að opinberar matsregl- ur séu ófullnœgjandi til að kveða upp hlutlcegt mat og því er það svo að oft rísa upp deilur milli kaupenda og seljenda þar sem gœði fisksins hafa ekki uppfyllt vcentingar. Þegar vara er seld óséð verður katipandi að treysta upplýsitigum frá seljanda. { handbókinni er lýst skynmatsað- ferð sem byggir á ástralskri fyrirmynd og nefnist QIM (Quality Index Met- hod) og metur hún fisk á eins hlutlæg- an hátt og kostur er með skynmati. Aðferðin byggir á þrepa- og stigskiptu mati þar sem matsmaðurinn þarf að meta marga gæðaþætti og bera þá saman við staðalþætti sem hann hefur fyrir framan sig á mynd. Villa í einum gæðaþætti hefur ekki afgerandi áhrif á lokaniðurstöðu mats- ins. Að lokum reiknar matsmaðurinn út matseinkunn eða gæðastuðul (Qu- ality Index). Þrátt fyrir ótvíræða kosti þessarar aðferðar hefur hún þótt seinleg og óþægileg fyrir matsmenn. Þeir þurfa enda að bera saman fjölda mynda við þann fisk sem verið er að meta, að því viðbættu að leggja saman gæðaþætt- ina og reikna gæðastuðul. Þrátt fyrir ótví- ræða yfirburði þessarar aðferðar hefur hún ekki náð almennri út- breiðslu. Til þess að ráða bót á þessu vandamáli hefur Tæknival verið fengið til þess að hanna hugbún- að (QimlT) sem auðveldar matið, auk þess sem það verður einfaldara og áhrifaríkara en áður. Binda menn miklar vonir við þenn- an hugbúnað og segja hann bjóða upp á áður óþekkta mögu- leika: Hægt verður að flokka fisk og fiskafurðir miklu nákvæmar en Emilía Martinsdóttir, verkfrœðingur hjá Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins, telur að vinna sem nú stendur í þá veru að taka tölvutœknina í notkun við skynmat á fiski geti leitt af sér samevrópskt gœðaeftirlit. áður, t.d. fyrir þá kaupendur sem gera mestar kröf- ur og greiða hæsta verð. Hægt verður að miðla upplýsingum rafrænt yfir net og gefa þannig hugs- anlegum kaupendum betri upplýsing- ar um gæði fisksins. Ein helsta for- senda netverslunar er gagnkvæmt traust milli kaupenda og seljenda. Rekjanleiki veður betri enda verða til staðar nákvæmari upplýsingar um gæði fisksins. Hægt verður að lesa upplýsingar um gæði fisksins inn í vinnslueftirlit 36 MCm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.