Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1998, Síða 34

Ægir - 01.03.1998, Síða 34
 Benedikt Stefánsson, framkvœmdastjóri Plastco. „Umbúöirnar eni sannarlega miklar en engu að síðitr þá er ekki fyrir- sjáanlegt annað en smápakkningar á ftski krefjist mikilla umbúða." TJyrirtœkið Plastco í Reykjavík sér- Jtí ita'fir sig í innflutningi og sölu á véluni og búnaði til pökkunar á fiski- afurðum í neytendapakkningar. Benedikt Stefánsson, framkvænida- stjóri Plastco, er þeirrar skoðunar að íslensku fiskvinnslufyrírtœkin muni stíga ntjög ákveðin skrefí átt til tneiri vinnslu fyrir neytendamarkað í nœstu framtíð en hann segir ekki sama hvernig sé staðið að þessurn málum. „Búnaðurinn sem við flytjum inn og seljum er til dæmis vélbúnaður sem vigtar í ákveðnar þyngdir, pakkar í poka eða plastumbúðir og síðan er um að ræða málmleitartæki og búnað til að ganga frá vörubrettunum áður en sent er til kaupenda. Það að vel sé staðið að þessum lokaþætti vinnslunn- ar er algjör forsenda þess að við getum byggt upp framleiðslu á vörum beint á neytendamarkað hér heima og for- senda fyrir því að hægt sé að ná há- marksverðmætasköpum úr fullvinnslu afurða," segir Benedikt. Tækni og fiskvinnsla Fiskvinnslan á eftir að verða mun sjálfvirkari - segir Benedikt Stefánsson, framkvœmdastjóri Plastco Þegar komið er út í fullvinnslustigið fyrir neytendamarkaðinn verður ná- kvæmni eitt af lykilatriðunum. Pakkn- ingar verða að innihalda nákvæmlega rétt magn miðað við það sem gefið er upp, hvorki má þyngdin vera nreiri né minni. „Vigtin verður að vera svo nákvæm að viðskiptavinurinn sé ekki svikinn né heldur að framleiðandinn sé að gefa aukalega. í öðru lagi verður að uppfylla vigtarreglur í Bandaríkjunum og Evrópu og reglur um merkingar, um umbúðir og þyngd í pakkningum. Kröfumar eru því margar sem þarf að uppfylla og þetta lokastig vinnslunnar má alls ekki vanmeta í heildarferlinu," segir Benedikt. Hvert stykki í sérstakar umbúðir Tækin sem bjóðast til pökkunar í smá- pakkningar eru mjög sjálfvirk og út- heimta því ekki mikið mannafl. Bene- dikt segir þennan búnað hafa verið að koma inn í fiskvinnsluhús hér á landi 34 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.