Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1998, Qupperneq 9

Ægir - 01.03.1998, Qupperneq 9
(Tækni og fiskvinnsla SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Framkvœmdastjóri þróunarsviðs Marels hf. segir íslenska fiskvinnslu móttcekilega fyrir tœkniframþróun: r Islensk fískvinnsla er í fremstu röð í heiminum - segir dr. Hörður-Arnarson Unnið að smíði flskvinnslubúnaðar í verksmiðju Marels hf. Framkvœmdastjóri þróunar- sviðs fyrirtœkisins segir íslenska flskvinnslu kröfuharða á árangur af nýrri tcekni og að þetta umhverfl sé mjög hollt þeim fyrirtœkjum sem eru að þróa búnað fyrir innanlands- markað og útflutning. Mdrel hf. hefur ónmdeilanlega verið eitt afforystufyrirtcekjum á íslandi í þróun og smíði búnaðar fyrir fiskiðnað. í mörgum tilvikum hefur fyrirtœkið tekið höndum sant- an við önnur um lausn ýmissa verk- efna á þessu sviði. Marel hf. hefur byggst upp á miklum hraða frá því fyrirtœkið var stofnað fyrir fimmtán árum og raunar er þróun og fram- leiðsla á tceknibúnaði fyrir fiskiðnað aðeins hluti afstarfsemi fyrirtœkis- ins þvíþað hefur einnig haslað sér völl í kjötiðnaði og fleiri greinum vítt um Iteim. Hér á landi er Marel þó sennilega þekktast fyrir árangursríkt staifí framþróun í fiskvinnslu og á síðari árum hefur fyrirtœkið markað sér þá stefnu að bjóða heildarlausnir fyrir fiskiðnað. Dr. Hörður Arnarson, framkvcemdastjóri þróunarsviðs Marels hfl, segir í samtali við Ægi að framþróunin sé hröð og íslensk fisk- vinnsla sé móttœkileg fyrir nýrri tcekni en jafnframt kröfuhörð á ár- angur. Fyrsta spurningin sem vaknar er sú hvaða brögðum stjórnendur fyr- irtcekisins beiti til að skyggnast fram í tímann og finna nýjar lausnir sem geti hentað í fiskvinnslunni. „Við vinnum náið með framsækn- um fiskvinnsluhúsum en það er tals- vert af slíkum húsum hér á landi. Okk- ar útgangspunktur er að vinna mjög náið með þeim að lausnum," segir Hörður. Hugmynd kviknar og síðan er henni hrint í framkvæmd, sýni undir- búningsvinnan að hún sé framkvæm- anleg og skili árangri. Hörður segir erfitt að skilgreina nákvæmlega hvar hugmynd verði til, enda leggur hann mikla áherslu á nána og góða sam- vinnu allra aðila. „Þessi vinna gengur út á að menn kasta á milli sín hugmyndum, gera prófanir og síðan endar vinnan með því að hugmyndinni er hrundið í framkvæmd. Það er mjög misjafnt hversu langan tíma það tekur að fara í gegnum hugmyndir og vinna úr þeim á framleiðslustig, stundum 6 mánuði og síðan allt að tveimur árum. Hið síð- arnefnda á sérstaklega við þegar unnið er að umfangsmiklum breytingum í framleiðslu eins og við höfum t.d. ný- verið gert hjá ísfélaginu í Vestmanna- eyjum, Útgerðarfélagi Akureyringa og Snæfelli á Dalvík. í þeim tilfellum gerðum við umfangsmiklar prófanir áður en öllu var umbylt í húsunum. Þetta eru stórar ákvarðanir sem stjórn- endur fiskvinnslufyrirtækjanna eru að taka og þess vegna er ekki nóg að við segjum að ákveðinn árangur náist heldur verða stjórnendur húsanna oft að sjá það sjálfir með raunhæfum prófunum," segir Hörður. AGIU 9

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.