Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1998, Blaðsíða 22

Ægir - 01.03.1998, Blaðsíða 22
Ingvar Ingvarsson telur að Kínverjar eigi í vaxandi maeli eftir að ryðja sér leið inn á tcekjamarkaðinn með framleiðslu sinni, fyrst og fremst vegna þess verðs sem þeir bjóði. að koma inn á Vesturlandamarkaðinn. Þetta minnir töluvert á þegar Japanir fóru með sína framleiðslu inn á mark- að, þetta eru vörur sem eru mun ódýr- ari en það sem fyrir er en engu að síð- ur góð framleiðsla," segir Ingvar og bætir við að fyrirsjáanlega geti Kín- verjar átt eftir að láta til sín taka enn frekar á markaði fyrir fiskvinnslubún- að. „Mér kæmi það ekki á óvart vegna þess að á markaðnum er ekki lengur horft eins fast á merki og áður var. Enda er það líka svo að þekktu merkin eru að láta framleiða íhluti fyrir sig í Kína," segir hann. Kappkostum að bjóða líka minni vinnslunum fullvinnslubúnað Marvin selur auk þessa nýja varahluti í fiskvinnsluvélar og eru þeir framleidd- ir erlendis. Ingvar segist greinilega merkja að áhuginn í fiskvinnslunni sé um þessar mundir mjög bundinn við fullvinnslu afurða. „Það er mjög misjafnt hvernig mönnum gengur í fiskvinnslunni. Greinilegur áhugi á búnaði fyrir fullvinnslu - segir Invar Ingvarsson hjá Marvin Tgyrirtœkið Marvin fiskvinnsluvélar sérliœfir sig í kaupum og sölu á notuðum og nýjum fiskvinnsluvélum, jafnt innanlands sem utan. Ingvar Ingvarsson, framkvœmdastjóri hjá Marvin, segir markað fyrir notaðar fiskvinnsluvélar nokkuð stóran, enda muni miklu í verði að kaupa notaðar vélar eða nýjar. „Ef fiskvinnsluvélum er haidið vei við þá geta þær lifað lengi. Við förum yfir vélarnar sem við seljum þannig að þær eru í topplagi þegar þær fara frá okkur," segir Ingvar en Marvin kaupir jöfnum höndum hér á landi og er- lendis til að endurselja. Kínverjar að ryðja sér leið inn á markaðinn Auk fiskvinnsluvélanna hefur Marvin flutt inn frystiskápa og annan frysti- búnað fyrir fiskvinnslu frá Kína. Þessi búnaður er um helmingi ódýrari í verði en það sem fyrir hefur verið á markaðnum og það segir Ingvar nægi- legt til að vekja mikinn áhuga hjá kaupendum. Búnaðurinn sé fram- leiddur að vestrænum fyrirmyndum og notuð góð efni í framleiðsluna en verðmunurinn skýrist fyrst og fremst af lágum vinnulaunum í Kína. „Kínverjar framleiða mikið af vél- um og þessi tæki eru í auknum mæli Margir eru að gera góða hluti en svo, líkt og alltaf hefur verið, eru aðrir sem eiga erfiðara í sínum rekstri. En ég finn greinilega að það stefnir í meiri fullvinnslu, fyrirtækin vilja gera meiri verðmæti úr sínu hráefni. Það kemur því mikið inn af fyrirspurnum um búnað sem geti pakkað sjávarafurðum í neytendaumbúðir. Þessi þróun er rétt að byrja og ég legg mikið upp úr að geta líka boðið minni aðilunum upp á tækjabúnað sem þeim hæfir til að geta skilað vörunum meira unnum á mark- aðinn. Það er því líka mögulegt fyrir minni vinnslurnar að fara út í full- vinnsluna," segir Ingvar. 22 Mm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.