Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1998, Page 27

Ægir - 01.03.1998, Page 27
I og fiskvinnsla SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI safna saman upplýsingum um ein- staka starfsmenn í vinnsluferlinu og hversu langan tíma vinnsla á hverri fisktegund fyrir sig tekur. Af þessu öllu má sjá að kerfið er byggt upp með þann möguleika í huga að vinnslan geti tekið upp einstaklingsbónus. Björn segir nokkur atriði hafa verið lögð til grundvallar sem ávinning með þessari uppbyggingu vinnslukerfis. í fyrsta lagi eigi kerfið að geta sparað 15% starfsfólks í vinnslusal miðað við fullkomnstu línur sem þekkjast í dag. Bitanýtingin aukist um nálega 10%, fyrst og fremst vegna þess að flökin Iosni síður í sundur og minna fari í blokk. Þetta geri að verkum að heildar afurðaverð hækki og afkoma á vinnsl- unni batni. Þá minnki vökvatap vegna vinnsluhraða, kælingar og snertifryst- ingar og þyngdartapið minnki því um 0,5 -1%. Þótt ekki sé um stórar tölur að ræða í þessu atriði þá safnist þetta saman í verulegar fjárhæðir þegar til iengri tíma sé litið. Þá segir Björn að fiökin haldi fersk- leika sínum betur, gerlamagn verði minna vegna meiri hraða, meiri kæl- ingar og sérstaklega vegna notkunar plötu í stað færibanda og gæði fram- leiðslunnar geti því aukist verulega. W4W Ailk\ REVTINGUR Njóta góðs af strandveiðum við Alaska í blaðinu World fishing var á dögunum fjallað um auknar strand- veiðar við Kanada og segir í um- fjölluninni að íslenska fyrirtækið DNG-Sjóvélar hafi notið góðs af þeim. Sala á færavindum fyrirtækisins hafi stóraukist og fyrirsjáanlegt sé að svo muni verða áfram á næstunni. Farið er lofsamlegum orðum um færa- vindurnar og segir að þær séu auð- veldar í notkun, jafnt yngri sem eldri veiðimönnum. Samdráttur í frosnum afurðum á Frakklandsmarkaði Fyrstu 11 mánuði síðasta árs varð tveggja prósenta samdráttur í söiu á frosnum sjávarafurðum á Frakklandsmarkaði. Samkvæmt upplýsingum í blaðinu Seafood International var verðmæti afurð- anna hins vegar það sama og á hliðstæðu 11 mánaða tímabili ársins 1996. í blaðinu segir einnig að margar nýjar afurðir hafi komið inn á markaðinn í Frakklandi á síðasta ári, sér í lagi afurðir unnar úr laxi. Atján prósenta aukning varð á sölu frystra laxaafurða á áðurnefndu tfmabili en þær vörur komu fyrst og fremst frá Noregi, Chile og Útreikningar hönnuða á ávinningi Landssmiðju - kerfisins Gengið er út frá eftirfarandi forsendum * Afköst í flökun 1200 kg./klst. * Hækkun hlutfalls bita sem nemur 10% * Greiddur vinnutími 8 klst. * Virkur vinnutími 7 klst * Heildarlaunakostnaður pr. starfsmann 1000 kr./klst * Minni rýrnun vöru vegna minna vökvataps 1%. * Meðalverð á afurð 350 kr./klst. * Verð á blokk 200 kr./kg. 1. Aukning í verðmætum vegna meiri bitanýtingar 10% af framleiðslu hækkar úr 200 kr í 350 kr./kg. 1200 kg. x 7 klst x 10% x 150 kr = 126.000 2. Minni launakostnaður 23,5 störf í stað 29 eða 5,5 störf x 8 klst x 1000 kr. = 44.000 3. Verðmætaaukning vegna minna vökvataps Vökvatap í flæðilínu ca. 1,5%, áætlað vökvatap í vinnslulínu LSM 0,5% eða 1% x 1200 kg. x 350 kr. x 7 klst = 29.400 Samtals áætlaður f járhagslegur ávinningur á dag 199.400 kr. Ávinningur miðað við hvert fryst tonn 23.700 kr. AGIR 27

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.