Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1998, Blaðsíða 18

Ægir - 01.03.1998, Blaðsíða 18
Sjálfvirkur pönnuúrsláttur var ein afþeim lausnum sem Fortnax kom með í Síldarvinnsl- unni í Neskaupstað. Eftir úrslátt fara pönnumar á fœribandi í vélrœnan þvott og þaðan áfram eftir fceriböndum inn í vinnslusalinn á ný. Mynd: jóh „Við erum að gangsetja kerfi hjá ís- félaginu í Vestmannaeyjum en kerfið hjá Síldarvinnslunni er enn sjálf- virkara enda höfðum við þar tækifæri til að hanna það inn í hús sem var á teikniborðinu. í Vestmannaeyjum þurftum við hins vegar að aðlaga kerf- ið aðstæðum og það virðist ætla að ganga fullkomlega upp," segir Hafliði. Svo gefin sé hugmynd að því hvernig þetta kerfi vinnur þá ganga hleðsluvagnar á brautum fyrir framan frystiskápana en pönnur koma á færi- böndum úr vinnslusal og að hleðslu- vagni. Hann sér um að taka pönnurn- ar upp, raða þeim inn í frystiskápana en um leið og pönnu er ýtt inn í skáp þá fer fryst panna út hinum megin þar sem við tekur annar hleðsluvagn og skilar pönnunum niður á færiband sem síðan færir þær í útslátt. Sérstakur búnaður sér um að slá úr pönnunum þannig að frystar öskjur detta niður á færiband og ganga síðan áfram inn í frystiklefann. Þetta er í stuttu máli lýs- ingin á búnaðinum hjá Síldarvinnsl- unni en aðeins þarf 2-3 starfsmenn til að sinna öllu þessu verki en þurfti mun fleiri áður. Hafliði segir augljóst að með bún- aðinum náist fram fækkun starfa og einnig hitt að búnaðurinn leysi líkam- lega erfið störf af hólmi. „Störfin við frystitækin eru þau sem eru hvað mest slítandi í frystihúsun- um og menn þurfa því ekki að sjá eftir þeim. Það er staðreynd að við erum að ná fram fækkun í störfum og ef við tökum hús Síldarvinnslunnar áfram sem dæmi þá teljum við búnaðinn spara nálægt 20 störfum, gengið út frá fullum afköstum, þ.e. 3-400 tonna frystingu á sólarhring," segir Hafliði. Árangursríkt þróunarverkefni Upphaflega leitaði Síldarvinnslan til nokkurra íslenskra fyrirtækja og óskaði eftir hugmyndum að lausnum á hin- um erfiðu tækjastörfum og þannig fór af stað hugmyndavinna sem leiddi af sér „Pönnuþrælinn". f raun segir Hafliði að fiskiðjuver Síldarvinnslunn- ar sé eitt risavaxið þróunarverkefni og slíkt leggi alltaf grunn að nýrri tækni og framþróun. Að útfærlu „Pönnu- þrælsins" komu, auk Formax, Kæli- smiðjan Frost, Samey og Verkfræði- stofan Meka. „Þegar fyrirtækin fóru að leggja saman sínar hugmyndir þá varð þessi lausn til og við gerðum í raun meira en farið var fram á. Við höfðum engar fyrirmyndir og útfærslan og stærðin á kerfinu er algerlega einstök í heimin- um enda erum við komnir á fulla ferð í kynningu á búnaðinum erlendis. Ég geri mér töluverðar vonir um árangur á erlendum mörkuðum og þá helst þannig að við náum samstarfi við Séð yfir vinnslusalinn í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar á Neskaupstað skömmu eftir að húsið var tekið í notkun. Markaðsstjóri Formax segir húsið hafa verið eitt risavaxið þró- unarverkefhi sem hafl verið mikilvœgt þeim fyrirtœkjum sem komu að verkefhu. i8 ægm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.