Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1998, Blaðsíða 40

Ægir - 01.03.1998, Blaðsíða 40
Smábátaútgerðin getur skapað mörg störf - segir Birgir Ævarsson hjá Rafbjörgu, heild- og smásöluverslun með veiðarfœri smábáta Birgir Ævarsson segir engan vafa leika á að hægt sé að fjölga vemlega störfnm ef hlutdeild smábáta í veiðum verði aukin. Hljóðið í smábátasjómönnum er yfirJeitt gott en þeir eru fyrst og fremst þreyttir á sífelldum breyting- um á lögum um veiðar smábáta. Það liefur verið erfitt fyrir þessa menn að vita í raun aldrei hvernig fyrirkomu- lagið verði á nœsta ári,"segir Birgir Ævarsson, eigandi veiðaifceraversl- unarinnar Rafbjargar í Reykjavík. Rafbjörg Itefur um árabil verið eitt af dyggustu þjónustufyrirtœkjum smá- bátasjómanna, flutt inn og selt veið- arfœri og búnað fyrir handfœrasjó- menn, auk þess sem Rafbjörg er þekkt fyrir RB krókana sem margir nota. Rafbjörg reið á vaðið hér á landi með samsetningu á svokölluðum skak- krók, sem notið hefur mikilla vin- sælda handfæraveiðimanna. Birgir valdi að fela Bergiðjunni, vernduðum vinnustað í Reykjavík, að annast sam- setningu á RB krókunum og hann seg- ist mjög ánægður með samstarfið við Bergiðjuna. „Þeirra vinna felst í samsetningu á króknum sem er mikil handavinna og mjög vandað til hennar hjá Bergiðjunni," segir Birgir. „Rafbjörg hóf starfsemi sína árið 1987 og þá með sölu á sænskum tölvuvindum frá Beletronik og þær hef ég selt fram til dagsins í dag. Við höf- um líka verið í bátarafmagni og ýms- um rafmagnsviðgerðum tengdum bát- um en á síðari árurn hefur starfsemin nær einvörðungu snúist um veiðarfær- in, enda nóg að gera á því sviði," segir Birgir. Atvinnuskapandi útgerð Hann segist hafa mikinn skilning á því sjónarmiði smábátasjómanna að fremur beri að auka hlutdeild smærri bátanna en draga úr henni. Veiðar smábátanna skili einfaldlega mörgum störfum og það skipti þjóðfélagið máli. „Menn tala mikið um mikilvægi þess að setja upp verksmiðjur sem kannski skila ekki nema 100 störfum á meðan ekki þyrfti að auka hlutdeild smábáta verulega til að stórauka fjölda starfa í kringum þá útgerð. Þetta er at- vinnuskapandi grein sem fer vel með hráefnið og það er því allt sem mælir með þessum veiðiskap," segir Birgir. Blýsökkurnar á útleið Breytingar verða ekki verulegar frá einu ári til annars í búnaði og veiðar- færum fyrir smábáta. Birgir segir vind- urnar taka sífelldum breytingum og framförum en veiðarfærin eru nokkuð hefðbundin. Blýsökkur eru þó að víkja fyrir járnsökkum af umhverfisástæð- um. „Mörgum finnst að vísu leiðinlegra að vera með járn í sökkunum en þetta er vistvænna en blýið og þegar fiskað er á handfæri og notaðar járnsökkur þá verða veiðarnar ekki öllu umhverfisvænni," segir Birgir. Rafbjörg flytur sjálft til landsins þann búnað sem fyrirtækið selur og fjöldi umboðsaðila er út um landið og í gegnum þá þjónustar fyrirtækið smá- bátasjómenn hringinn í kringum landið. Nýjasta viðbótin við vörurlista Rafbjargar eru sjógallar, hanskar og vettlingar „þannig að sjómennirnir þurfa ekkert nema bátinn og leyfið áður en þeir koma til mín," segir Birgir. 40 ÆGiIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.