Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1998, Síða 16

Ægir - 01.10.1998, Síða 16
S/f ipas, i/iasin íða iðnaðiirinn Hábergið á leið upp í dráttarbraut. Þetta er eitt stœrsta skip sem tekið liefur verið upp á Neskaupstað en nú hefur Dráttarbrautar SVN hœtt rekstri upptökumannvirkja og snúast meginverkefhi fyrirtœkisins nú um uppbyggingu mannvirkja fyrir Síldarvinnsluna hf. menn til lengri eða skemmri tíma. Þannig að til að leysa málin höfum við alltaf þurft að fá vinnuhópa að, bæði að sunnan og norðan." Margir nemar í vélsmíði Það hefur vakið nokkra athygli að mikil ásókn er eftir að komast í nám í vélsmíði á vélaverkstæði Síldarvinnsl- unnar hf. Karl Jóhann Birgis- son, rekstrarstjóri, segir að í dag séu 11 námssamningar í gildi, allir vegna nema í vél- smíði. Þar af eru 5 vélskóla- nemar á opnum samningi. Á síðustu 12 árum hafa 28 verið á námssamningi hjá fyrirtæk- inu, flestir frá Neskaupstað og víðar úr Austurlandsfjórðungi, en einnig annars staðar af landinu. Þrátt fyrir þessa út- ungun hjá fyrirtækinu er skortur á járniðnaðarmönnum. Vélaþekking hefur týnst - Hvað með tækjakost fyrirtækisins? „Það má segja að hluti tækjakosts- ins sé frekar gamall og úr sér genginn, þ.e.a.s. eldri tækjabúnaðurinn," segir Jón Valgeir. „Við fórum hins vegar út í kaup á nýjum búnaði til að vinna úr ryðfríu stáli sem gjörbreytti allri að- stöðu. Þessi kaup voru náttúrlega fyrst Verðum að vera stórhuga og vonast til þess að skipasmíði á íslandi eigi sér viðreisnar von. og fremst gerð vegna smíða okkar á fiskvinnslulínum. Tækin sem keypt voru frá Tyrklandi hafa reynst mjög vel og má segja að ástandið í dag sé vel viðunandi. Áður máttum við leita til Reyðarfjarðar ef við þurftum að beygja eða klippa." - Nú hættuð þið rekstri dráttar- brautarinnar í sumar. Minnkar það ekki atvinnuöryggið? „Málið er að við höfðum einfald- lega ekki mannskap til að sinna þess- um þætti starfseminnar og því var þessum hluta rekstrarins nánast sjálf- hætt. Ef við hefðurn haldið þeim rekstri áfram og hugsanlega stækkað eða sett upp ný upptökutæki hefðum við þurft að sjá starfsmannafjöldann að minnsta kosti tvöfaldast til þess eingöngu að geta sinnt þeim verkefn- um sem til féllu hér innan fjalla- hringsins. Þá á ég við öll skip Síldar- vinnslunnar, en svo eru auðvitað fleiri skip í fjórðungnum. Það er hins vegar umhugsunarefni að á þeim 15 árum sem ég hef verið hér hefur þróunin orðið sú að í stað þess að sinna almennu viðhaldi og upptöku véla erum við í nýsmíði. Þetta hefur að mínu mati leitt til þess að vélaþekking hefur týnst, því öll sú vinna fer nú fram annars staðar. Þetta finnst mér miður en það má enginn skilja orð mín svo að mér þyki eitt- hvað athugavert við nýsmíðina. Ég hefði bara viljað halda í báða þætt- ina." Glatast kunnáttan að smíða skip? -En á skipasmíði hér á landi sér viðreisnar von? „Já, verðum við ekki að vera stórhuga. Ég held að þegar og ef þjóðfélagsástandið þarna austur frá lagast og menn þar fara að fá mannsæmandi laun, hætta þessi undirboð sem hafa viðgengist. Þá förum við að smíða skip á nýjan leik, en þá verður aftur á móti spurning hvort þekkingin verður ennþá til stað- ar." 16 ÆG,IR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.