Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1998, Blaðsíða 17

Ægir - 01.10.1998, Blaðsíða 17
S/»' i/) (isin ída idn (i() uri n n SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Astandiö í skipaiðnaðinum hefur verið nokkuð gott frá árinu 1995 en ntörg ár þar á undan voru slœni og má tala um hrun ígreininni á þeim tíma, skipasmíðafyrirtœkin enduðu flest hver ýmist í nauða- samningum eða gjaldþroti. Eftir þessa miklu erfiðleika hafa skipaiðn- aðarfyrirtœkin verið endurreist, nýir eigendur liafa komið til skjalanna og nýtt fjármagn verið lagt til. Efaftur á móti er horft til líðandi stundar þá verður að segjast að aðstœður hafa verið og eru að breytast til hins verra. Kostnaðarhœkkanir hafa verið ittikl- ar íþjóðfélaginti og við getum ekki svo auðveldlega velt þeim út í verð- lagningu okkar vegna þess að sam- keppnin við erlendar stöðvar er hörð. Það er okkur þess vegna mikilsverðast að almennt takist að koma böndum áþensluna íefnahagslífinu,"segir Ingi Björnsson, framkvœmdastjóri Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri. Segja má að Slippstöðin sé einmitt lýsandi dœmi um það sem Ingi nefndi hér að frantan; rekstrarerfið- leikar fyrirtœkisins voru tniklir um tíma eit eftir uppstokkun og komu ttýrra eigenda að fyrirtœkinu liafa hjólin aftur farið að snúast betur. Ingi segir að árin 1996 og 1997 hafi verið sérstaklega hagstæð skipaiðnað- inum. Vegna stöðugleika í efnahags- umhverfinu á íslandi hafi kostnaðar- hækkanir verið svipaðar og jafnvel minni en í helstu samkeppnislöndum og þar af leiðandi hafi skipasmíða- stöðvarnar skapað sér sterkari stöðu gagnvart erlendri samkeppni. „Um leið og við fórum að sjá raun- gengislækkun gagnvart helstu við- skiptalöndum þá tókst að ná verkefn- um til hérlendra stöðva sem ella hefðu farið til útlanda. Iðnaðurinn í landinu var allur mjög fljótur að taka við sér og sýnir það að hér getur þrifist kraft- mikill iðnaður ef almennt efnahagsá- stand er hagstætt. Síðan má ekki gleyma því að á þessu tímabili var út- gerðin hér heima líka rekin með mun Ingi Björnsson, framkvœmdastjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, segir skipasmíðafyrirtœkin hafa styrkt stöðu sína verulega á árunum 1995-1997 en nú sjáist greinileg merki um erfiðari rekstrarskilyrði: „Þenslan í þjóð- félaginu veldur iðnaðinum erfiðleikum66 Ingi Björnsson, framkvœindastjóri Slipp- stöðvarinnar hf. betri afkomu en áður og það kom greinilega fram hjá þjónustufyrirtækj- um eins og okkur. Ég vil því segja að það séu þessi þrjú atriði sem skýra gott gengi í skipaiðnaðinum á síðustu árum, þ.e. uppstokkun hjá skipaiðnað- arfyrirtækjunum sjálfum, hagstætt efnahagsumhverfi og betri afkoma út- gerðarinnar," segir Ingi. Launaskrið, aðrar kostnaðar- hækkanir og háir vextir Þensla í þjóðfélaginu getur haft já- kvæð áhrif í sumum atvinnugreinum en miður góð í öðrum. Skipasmíðaiðn- aðurinn er dæmi um hið síðarnefnda og þenslunni kennir Ingi um að rekst- urinn er greinilega erfiðari á yfirstand- andi ári en í fyrra. „Þessi þensla sem er í þjóðfélaginu orsakar mikið launaskrið og að við- bættum öðrum kostnaðarhækkunum, og háum vöxtum, þá er samkeppnis- staða okkar gagnvart erlendum stöðv- um mjög að versna. Þetta eru þau hættumerki sem við stöndum frammi fyrir þessa dagana og þau má greini- lega sjá af nýlegri könnun Samtaka iðnaðarins sem sýnir að tvær krónur af hverjum þremur í hagnað í iðnfyrir- tækjum á fyrra ári eru nú horfnar," segir Ingi og að hans mati koma áður- nefndar kostnaðarhækkanir harðar við iðnaðinn en t.d. sjávarútvegsfyrirtæk- in vegna þess að þar á bæ hafi á sama tíma orðið hækkanir á afurðaverði. „Skipaiðnaðurinn er líka mjög við- kvæmur vegna þess að okkar verkefni eru afskaplega hreyfanleg, ef svo má segja. Eigendur skipanna sigla þeim ÆGilR 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.