Ægir - 01.10.1998, Qupperneq 20
Ósey í Hafnarfirði afhendir fjóra raðsmíðabáta á vetrarmánuðum
og cetlar sérfrekari nýsmíði fyrir bátaflotann:
„Mikilvægt að koma af stað
nýsmíðum fyrir bátaflotann“
-segir Hallgrímur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri
Hallgrímur Hallgrímsson fyrir framan eitt af raðsmíöaskipunum fjórum í húsi Óseyjar.
Fyrirtœkið cetlar sér að ná fram ýtrustu hagkvcemni með raðsnúði og hyggur á frekari
raðsmíðaverkni í vetur.
/
Osey í Hafnarfirði vinnur nú að
raðsmíði á fjórum 40 og 50
tonna bátum sem afhentir verða nú
um miðjan vetur. Fyrstu tveir bát-
arnir verða afiientir í desember og
hinir síðari í janúar og febrúar. Und-
anfari jressa verkefnis var ítarleg
könnun á þörfum og áhuga hjá báta-
útgerðinni og kom í Ijós íþeirri könn-
un að komast jmrfti niður fyrir
ákveðin mörk í verði til að útgerðar-
menn teldu grundvöll fyrir endurnýj-
un. Bátarnir verða boðnir á föstu
verði, þ.e. 46 og 47 milljónir króna en
mismunurinn liggur í 10 tonna
stœrðarmun. Raðsmíðabátarnir fjór-
ir fara allir á Snœfellsnes. Tveir fara
til útgerðarinnar Fengs í Ólafsvtk,
einn fer til Ragnars Guðjónssottar á
Rifi og sá fjórði fer til Lárusar Gtið-
mundssonar í Grundarfirði.
Raðsmíðaverkefni fyrri ára hjá ís-
lenskum skipasmíðastöðvum hafa ekki
beint yfir sér ljóma og reyndust mörg-
um fyrirtækjanna þung í skauti. Marg-
ir þættir spiluðu þó inn í þau mál og
aðstæður eru sannarlega breyttar í
rekstrarlega umhverfinu á íslandi sem
getur breytt forsendum. Vegna góðra
undirtekta eru þeir Óseyjarmenn byrj-
aðir að vinna að öðru raðsmíðaverk-
efni með stærri bátum og skýrist nú í
nóvember hvort af því verður. Gangi
það eftir þá má ljóst vera að fyrirtækið
skapar sér mikil verkefni við nýsmíðar
fram á næsta haust. Hallgrímur Hall-
grímsson, framkvæmdastjóri Óseyjar,
er ákveðinn í að láta reyna til þrautar
á nýsmíðina fyrir bátaflotann, enda
þörfin brýn.
Nokkurs konar fullvinnsla
í skipasmíði
„Þetta er tilraun sem við gerum til að
koma af stað nýsmíði hér á landi,"
segir Hallgrímur. „Það er langt síðan
að ráðist var í veruleg raðsmíðaverk-
efni og þau voru þá undir öðrum for-
merkjum en nú er. Það óvenjulega við
bátana hjá okkur er að búnaður þeirra
er algerlega staðlaður og allir eru þeir
útbúnir sem fjölveiðiskip, þ.e. á tog-
veiðar, dragnót og fyrir net," segir
Hallgrímur en í aðdraganda verkefnis-
ins vann Skipa- og vélatækni ehf. í
Keflavík, ásamt Ósey, að hönnun báta
í fjórum mismunandi stærðum. Eftir
að hönnun var lokið var aflað verðs í
smiði skrokkanna og að fengnu tilboði
frá Póllandi var gengið til samninga,
enda voru kaupendur vísir hér heima.
Bátarnir fjórir eru í minnsta flokknum
af þeirri seriu sem SVT hannaði fyrir
Ósey.
„Þegar við fáum skrokkana smíðaða
fyrir okkur þá eru að baki um 25%
verksins. Við teljum að það verð sem
við greiðum fyrir skrokksmíðina sé um
helmingi lægra en yrði ef við ætluðum
að smíða skrokkana sjálfir. Okkar hlut-
20 M3m