Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1998, Qupperneq 21

Ægir - 01.10.1998, Qupperneq 21
'IIIII \DKipa.'i< SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI ur í verkinu verður síðan að smíða yf- irbyggingar, setja niður búnað og tæki og ganga frá skipunum fyrir afhend- ingu. Þetta er vinnuferli sem að minu mati verður viðhaft í nýsmíði hér á landi í framtíðinni og er ekkert frá- brugðið því sem gerist í mörgu öðru í sjávarútveginum. Við íslend- ingar teljum okkur geta skapað mest með fullvinnslu á hráefni og kannski má segja að þarna séum við að horfa á síðari verk- hlutana í skipasmíðinni sem okkar fullvinnsluþátt," segir Hallgrímur. í þessu sambandi bendir hann á að við smíði nýrrar Hríseyjarferju verði farin sú leið að kaupa skrokk skipsins erlendis. Raðsmíði skilar mun lægra verði Á bak við raðsmíði er hugsunin um hagkvæmni magnsins og að geta unn- ið að hliðstæðum verkefnum á sama tíma. Þó Hallgrímur vilji ekki gefa ná- kvæmlega upp hversu mikill munur er á verði bátanna miðað við sérsmíði er ljóst að hann er verulegur. „Auðvitað sjáum við ekki fyrirfram hver endan- legur smíðakostnaður verður en ég tel mér óhætt að fullyrða að þessi munur er um 20%," segir Hallgrímur. Allir eru sammála um hina miklu endurnýjunarþörf í íslenska bátaflot- anum og þar sem Ósey hefur í gegn- um árin fyrst og fremst sinnt verkefn- um fyrir þennan hluta flotans þá lá beinast við að huga að nýsmíðaverk- efnum á bátasviðinu. Hallgrímur segir þetta ekki útiloka smíði á stærri skip- um hjá Ósey og draumurinn sé að smíða skip sem SVT hannaði og er um 150 tonn að stærð. „En í bátaflotanum liggur þörfin í dag og við verðum að viðurkenna að í bátaflotanum eru margir gamlir og lé- legir bátar. Nýir tímar kalla á betri tæki og krafa dagsins í dag er um betri aðbúnað fyrir áhöfn, nýtísku tæki og síðast en ekki síst þurfa bátarnir að vera með búnað fyrir fyrsta flokks meðferð á hráefni. Þar kemur kara- væðingin til og þannig eru þessir fjórir raðsmíðabátar útbúnir. Ég held að kröfurnar sem útgerðir minni bátanna standa frammi fyrir séu nákvæmlega þær sömu og á stóru skipunum. Númer eitt, tvö og þrjú er að koma með fyrsta flokks hráefni að landi og ég get nefnt sem dæmi að okkar viðskiptavinir, sem þekkja til í ýsuveiðinni, segja að aflaverðmætis- munurinn á ýsunni eftir því hvort hún er í körum eða stíum sé um 25%. Þegar svo er reyna menn að teygja sig og gera allar ráðstafanir til að vera í fremstu röð, ef þeir á annað borð ætla sér að vera áfram í útgerð." Kvótaþingið verður að hrökkva í gang Deilurnar um Kvótaþing virðast ætla að hafa nokkur áhrif í bátaútgerðinni og nefnir Hallgrímur einn viðskipta- vin Óseyjar sem dæmi. Sá gerir út kvótalítinn bát og hefur treyst á leigu- heimildir en stendur nú frammi fyrir því að fá ekki heimildir eins og áður. Á meðan útgerðarmaðurinn bíður og sér hverju fram vindur fer báturinn í slipp og verður þar um nokkurra mánaða skeið en sjómenn- irnir missa atvinnu sína á meðan. Hallgrímur segir að þessi dæmi séu þekkt í báta- útgerðinni en hann á ekki von á að áhrifanna gæti strax hjá þjónustuaðilunum, eins og skipa- smíðastöðvunum, enda vonist útgerð- armenn þessara báta til að ástandið muni ekki verða viðvarandi. „En Kvótaþingið verður einfaldlega að hrökkva í gang og fara að vinna eins og til var ætlast. Ef það gerist ekki þá er ég ansi hræddur um að við get- um nú þegar kvatt allt sem heitir ný- smíðar fyrir bátaflotann hér á landi. Það er svo stórt hlutfall af bátaflotan- Séð yfir þilfarið á einum raðsmíðabátanna. Þessi skip geta stundað bceði neta- og tog- veiðar. Ósey hefur fyrst og fremst þjónustað bátaflotann og því lá beinast við að fara úit í nýsmíði fyrirþann hluta flotans. ÆGffi 21 lóhann Ólafiir Halldórsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.