Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1998, Page 28

Ægir - 01.10.1998, Page 28
Saí ipasniíöaiðiifiðurinn hf. nýlokið við að setja niður nýtt vinnslukerfi i ísfisktogarann Sturlaug H. Böðvarsson frá Akranesi. Sömuleið- is var sett niður vinnslukerfi í frysti- togarann Sigurbjörgu ÓF fyrr á árinu. „Fyrirsjáanlega þurfa margir að end- urnýja búnað í ísfisktogurunum í nán- ustu framtíð en það er spurning hvað eigendur sjá sér hag í að gera. Þegar við endurnýjuðum búnaðinn í Stur- laugi H. Böðvarssyni var það unnið í mjög góðu samstarfi við eiganda skipsins, Harald Böðvarsson hf., en slíkt samstarf getur einmitt leitt af sér framþróun og orðið til góðs. HB sóttist eftir betra hráefni fyrir sína vinnslu og búnaðurinn sem við þróuðum og sett- um niður hefur skilað þeim árangri sem ætlast var til. Þetta er dæmi um að það er framleiðslufyrirtæki á vinnslubúnaði, líkt og við erum, alger- lega ómetanlegt að hafa við hlið sér metnaðarfullt fiskiðnaðarfyrirtæki í þunga þátt í hötmun og ffamleiðslu á há- tœknibúnaði fyrir fiskvinnslur, segir Þorgeir Jósefsson. fremstu röð, eins og Haraldur Böðvars- son hf. er," segir Þorgeir. Eftirsjá í hafrannsóknaskipinu Flestir í skipaiðnaðinum virðast sam- mála um að íslendingar geti seint keppti við smíði á stærri skipsskrokk- um - og eigi í raun ekki að stefna á það. Öðru máli kunni að gegna um minni bátana en mikilvægast af öllu sé að hönnun skipa sé innlend, sem og niðursetning á búnaði og frágang- ur. Þorgeir er þessarar skoðunar þegar rætt er um nýsmíði skipa í framtíðinni og hann bendir á að í mörgum verk- efnum geti íslensku stöðvarnar haft með sér samstarf sem skili öllum ár- angri. „Ég viðurkenni að mér finnst eftir- sjá í því að ekki hafi tekist að halda smíði hafrannsóknarskips hér heima. Þar er á ferðinni mjög eftirsóknarvert verkefni og að mínu mati áhugaverð- ara en smíði varðskips en það þýðir auðvitað ekkert að gráta það sem orðið er. Vonandi höldum við smíði varð- skips hér heima og óskandi að við fáum fleiri nýsmíðaverkefni á kom- andi árum," segir Þorgeir Jósefsson. □ Skipateikningar og hönnun breytinga og nýsmíða. □ Útboðsgögn, verkiýsingar og kostnaðaráætlanir. □ Eftirlit og umsjón með framkvæmdum. □ Hallaprófun, gerð stöðugleikagagna, BT-mæling. □ Almenn tæknfræðiráðgjöf á sviði skipa og véla. i s SKIPA- OG VÉLATÆKNI RÁÐGJÖF, HÖNNUN OG EFTIRLIT Hafnargötu 60, Pósthólf 38, 230 Keflavík Sími 421 5706, Fax 421 4708 28 AGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.