Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1998, Page 29

Ægir - 01.10.1998, Page 29
T Skipasmíðaidnaðurinn k w SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Finnum hagurú - segir Agúst Einarsson, forstjóri Stálsmiðjunnar hf. í Reykjavík T 7ið höfum haft mikil verkefui að V undanfómu og fjölgað starfs- mönnum en það ketnur til afþví að við höfum fengið stór jántsmíða- og uppsetningarverkefni til viðbótar við skipaiðnaðarverkefnin. Þar má t.d. nefna ísal-stœkkunina, Norðurálsál- verið, stœkkun Járnblendiverksmiðj- unnar og síðan Sultartangavirkjun. Við komum þar afleiðandi við sögu mun víðar en í skipaiðnaðinum," seg- ir Ágúst Einarsson, forstjóri Stál- smiðjunnar hf. í Reykjavík. „Stálsmiðjan samanstendur í dag af Vélsmiðjunni Hamri, málmsmiðjunni Afli og síðan hinum hefðbundna dráttarbrautarrekstri Slippfélagsins í Reykjavík, sem Stálsmiðjan yfirtók. Þessu til viðbótar er síðan upphaflega Stálsmiðjan en það fyrirtæki var stofn- að árið 1938," segir Ágúst. Hann segir að þessi samruni fyrirtækja undir merkjum Stálsmiðjunnar hf. hafi orð- ið í þeim tilgangi að búa til fyrirtæki sem gæti veitt alhliða þjónustu á sviði málm- og skipaiðnaðar. Upptökumannvirki endurnýjuð Athafnasvæði Stálsmiðjunnar hf. við Reykjavíkurhöfn er 24.000 fermetrar að stærð og hefur fyrirtækið mögu- leika á að taka upp 2 skip í einu. Tvær dráttarbrautir eru á svæðinu, önnur fyrir 2400 þungatonn og hin fyrir 800 þungatonn. Árið 1996 var stærri dráttarbrautin endurbyggð og fyrir dyrum standa frekari endurnýjanir á eldri brautinni og hliðarfærslubrautum hennar til að auka upptökugetu fyrirtækisins. Þá fjárfesti Stálsmiðjan fyrr á þessu ári í mjög öflugum búnaði til að háþrýsti- hreinsa málningu af skipum og hafa verið næg verkefni fyrir þann búnað. Allt segir Ágúst þetta miða að því að Stálsmiðjan styrki sinn grundvallar- þjónustuþátt, þ.e. við skipaflotann og útgerðirnar. ÆGIR 29 Jóhann Ólafur Halldórsson

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.