Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1998, Page 30

Ægir - 01.10.1998, Page 30
Qkipasmíðaiðnaðurinn Hríseyjarferja byggð á vetrarmánuðum „Það má heita að slippurinn hafi verið fullur hjá okkur undangengin tvö ár. Því til viðbótar koma skip sem við ger- um við hér við Ægisgarðinn, þar sem við höfum aðstöðu, og auk þess höf- um við útibú í Funahöfða hér í Reykjavík þar sem við vinnum að við- halds- og framleiðsluverkefnum m.a. fyrir álverin," segir Ágúst. Á dögunum var samið við Stálsmiðjuna um smíði nýrrar Hríseyjarferju og verður skrokkur þess skips smíðaður í Póllandi. Smíði ferjunnar var boðin út og átti Stálsmiðjan lægsta tilboðið. Ágúst segir að nær öll nýsmíða- og viðhalds- verkefni séu boðin út. Slagur- inn í þessum iðnaði sé undan- tekningalítið í krónum og aurum. Góð þjónusta skiptir auðvitað einnig miklu máli og ræður oft úrslitum. Nýju ferjuna mun Stálsmiðjan hf. afhenda þann 15. júlí á næsta ári. Skrokkur hennar kemur til landsins í byrjun febrúar og þá hefst frágangs- vinnan. að síður verður þessi flokkur báta áfram til í útgerðarmynstrinu okkar," segir Ágúst og bendir á að margir góðir bátar hafi verið úreltir síðustu ár á meðan enn aðrir þarfnist endurnýjunar. „Þar af leiðandi tel ég að þegar litið er yfir sviðið þá sjáist víða merki um að á komandi árum verði mikið um endurnýjun á skipum. Það verða verk- efni komandi ára, jafnframt hinu al- menna viðhaldi. Þessa dagana finnum við fyrir því að vel árar í greininni og þá höfum við mikið að gera en á sama hátt kemur strax fram hjá okkur ef harðnar á dalnum í útgerð," segir hann. Útgerðarmenn finna hagkvæm- ustu leiðina hverju sinni - Ef horft er fram í tímann og reynt að spá fyrir um framtíðarþróun í útgerð þá spyrja margir sig þeirrar spurningar hvort fiskiskipin eigi eftir að verða færri og stærri. Telurðu að svo verði? „Ég treysti mér ekki til að spá fyrir um þetta. Við sjáum þó að niðursveifl- an í þorskveiðunum hefur breytt út- gerðarmynstrinu og þar með samsetn- ingu fiskiskipaflotans. Sjálfsagt munum við eiga mjög stóra togara inn á milli en aðallega snýst málið um að vera með vel búin fiskiskip og hentug fyrir verkefnin hverju sinni - skip sem bæði búa vel að áhöfnunum og gera aflameð- ferðina fyrsta flokks. Best treysti ég þó útgerðarmönnum til að meta skynsamlegstu leið- imar i þróuninni hverju sinni. Mér sýnist að í gegnum árin hafi þeim tekist vel að finna hag- kvæmustu leiðina til útgerðar," svarar Ágúst. Tel að vertíðarútgerðin eigi eftir að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga. Þessir bátar munu verða áfram til í útgerðarmynstrinu. Hóflega bjartsýnn á nýsmíða- verkefni fyrir flotann Ágúst segist hafa trú á að nýsmíða- verkefnin muni verða all mörg fyrir flotann á komandi árum Hann kveðst vona að þau verkefni sigli ekki öll úr landi, ef svo má segja. „Önnur fyrirsjáanleg verkefni eru fyrir nótaskipaflotann. Þar munu út- gerðir horfa mjög til þess að stækka vélar vegna kolmunnaveiðanna með miklum tilkostnaði. Þess vegna tel ég að margir velji þann kostinn að byggja ný skip í stað þess að endurbyggja gömul. Síðan er það líka mitt mat að vertíð- arútgerðin eigi eftir að ganga í gegn- um endurnýjun lífdaga. Hún mun kannski ekki verða með nákvæmlega sama formi og við höfum séð en engu Mikil endumýjun hefur átt sér stað á upptökumannvirkjum Stálsmiðjunnar hf. síðustu ár og stand nú fyrir dyrum frekari framkvœmdir í þeim efhum. Ætlunin er m.a. að endurnýja hliðarfœrslur. 30 Mm jóhann Ólafur Halhlórsson

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.