Ægir - 01.10.1998, Side 31
v^kipasmíðaiðnaðurinn
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Hagnaður Stálsmiðjunnar hf. í milljónum króna
70
60
50
40
30
20
10
0
Fyrstu sex mánuðir
1998
Samstarfsverkefni
geta skilað árangri
Þegar sem mest var talað um mögu-
leikana á smíði hafrannsóknaskips hér
heima þá var bent á samstarfsmögu-
leika skipasmíðastöðvanna sem væn-
lega leið. Ágúst er fylgjandi samvinnu-
leiðinni og segir í henni fólgna leið til
árangurs þegar um stærri verkefni er
að ræða.
„Já, ég tel svo vera í stærri verkefn-
um. Það hefur verið rætt um þennan
möguleika meðal forsvarsmanna fyrir-
tækja í skipaiðnaðnum og ég vona að
við munum sjá slíkt gerast þegar um
stærri verkefni verður að ræða. Þar á
ég við verkefni fyrir innlenda aðila,
enda ólíklegt að erlendir aðilar snúi sér
hingað með skipasmíðaverkefni en
samt sem áður er vonandi að sú staða
komi einhvern tímann upp," segir
Ágúst.
Mikil umsvif fyrir stóriðjuna
Sem dæmi um umsvif Stálsmiðjunnar
fyrir stóriðjuna má nefna að á síðasta
ári sköpuðu þau verkefni um 40% af
veitu fyrirtækisins. Stálsmiðjan hf.
stofnaði, ásamt vélsmiðjunni Norma í
Garðabæ, fyrirtækið Stálverktak hf. og
var þetta gert til að fyrirtækin væru
hæfari til að takast á við stærri verk-
efni. Stálverktak býður í verk og deilir
verkþáttunum út til Stálsmiðjunnar og
Norma, eftir því sem við á.
Stálsmiðján fjárfesti á árinu í búnaði til
að háþrýstihreinsa skip. Hér er nótaveiði-
skip í hreinsun.
Ágúst segir að Stálsmiðjan hafi
einnig staðið frammi fyrir nauðsyn á
stofnun deildar til að smíða úr ryðfríu
stáli en í stað þess var tekinn sá kostur
að kaupa 46% hlut í Landssmiðjunni í
Garðabæ og fá þannig gott samstarfs-
fyrirtæki fyrir þennan verkþátt.
„Þetta gerir okkur líka kleift að
bjóða í samstarfi við Landssmiðjuna í
heiidariausnir fyrir fiskvinnslur og
vinnsluskip og mér sýnist reynslan
fram af þessu vera góð."
Danir leggja mikið upp
úr menntuninni
Danir eru mikil iðnaðarþjóð og oft
er bent á þá sem dæmi um fólk er
hefur byggt upp öflugt þjóðfélag,
þrátt fyrir að hafa ekki fallvötn eða
auðlindir í sjó til að ganga á og nýta.
Þar í landi er litið á mannvitið sem
virkjanlega auðlind og það kann að
vera svarið við mörgum spurningum
um hagsæld Dana.
Skipaiðnaður á sér langa sögu í
Danmörku og til að mynda hafa
risavaxin olíuskip verið byggð af
dönskum fyrirtækjum. Þetta var
meðal þess sem Danir kynntu í bás
sínum á heimssýningunni í Lissabon
í sumar og vöktu þar með athygli á
þekkingu sinni í skipabyggingum.
A sínum tíma átti danskur skipa-
smíðaiðnaður í miklum þrengingum.
Svar við því ástandi var að efla
menntun málmiðnaðarmanna og
skipasmiða. Árangurinn af þessu er
talinn hafa komið fram á síðari
árum þar sem dönsk fyrirtæki í
skipasmíðum hafi skapað sér ný
verkefni og rétt úr kútnum. Til
dæmis hafi smíði skemmtiskipa ýmis
konar orðið snar þáttur í dönskum
skipasmíðum. Bent er á að fjöl-
breytnin sé einmitt það atriði sem sé
mikilsverðast í atvinnulífi og það
gildi ekki hvað síst í skipasmíða-
iðnaði þar sem sveiflur í veiðum geti
orðið mikilar. Á vísan sé því ekki að
róa í smíði fiskiskipa eingöngu.
ÆGIR 31