Ægir - 01.10.1998, Page 37
S/i i[) (isni íð u i ðn a <) iiri/m
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar fór illa þegar hún var dregin til landsins siðastliðinn vetur. Vegna þess að framtíðarstaður
hennar við Hafnarfjarðarhöfn er ekki tilbúinn hefur viðgerð á kvínni beðið en vcentanlega verður luin tilbúin fýrir starfsemi á komandi
J
r-i—
ZTý t~TT 1 1 ggh L f
i
vori
ekki lokið fyrr en með vorinu og
sömuleiðis er að hefjast vinna við lag-
færingar á kvínni. Vélsmiðjan á aðra
kví sem iyftir 2.750 tonnum og af
stærðarmuninum má sjá hversu mikil
bylting nýja kvíin verður.
Vinnuaðstaðan góð
Vélsmiðja Orms og Víglundar var
stofnuð 1973 og var fyrstu árin aðal-
lega í allra handa nýsmíði fyrir virkj-
anir og þess háttar, smíðaði búnað og
tæki og setti upp vélasamstæður.
Fyrirtækið sérhæfði sig í smíði á raf-
skautskötlum og segja bræðurnir að í
raun hafi þeir verið með byltingar-
kennda framleiðslu í höndum, tilbúna
til útflutnings. Þrátt fyrir það ákváðu
þeir að snúa sér að öðrum hlutum.
Áríð 1993 dró verulega úr verkefn-
um fyrir virkjanirnar og þá söðluðu
þeir um og snéru sér að skipaþjónust-
unni. Þeir keyptu Drafnarslippinn í
Hafnarfirði en hann tekur allt upp í
um 500 tonna báta, auk þess sem þar
er hægt að hliðarfæra allt upp í 250 til
300 tonna skip. Þeir eru með litla
bátabraut inni í húsi og ioks eldri
kvína. Hana keyptu þeir 1995.
„Þá höfðum við verið að leita að
flotkví í ein tvö ár. Það kom aldrei til
greina að settur yrði upp stór slippur í
Hafnarfirði og flotkví var því eina
lausnin ef gera átti við stór skip hér í
bænum. Vinnuaðstaða í flotkvíum er
mjög góð. Við höfum krana yfir okkur
öllum stundum og slétt gólf gerir
starfið miklu skemmtilegra og þægi-
legra en í slippvinnunni," segir Guð-
mundur.
Skipin sífellt að stækka
Eiríkur segir að næg verkefni hafi verið
fyrir gömlu kvína. Þeir hafi strax feng-
ið mjög góð viðbrögð frá útgerðinni
hér heima og nú sé málum þannig
háttað að nýtingin á henni sé nokkuð
yfir 90 prósent á ári. Mjög mikið hafi
verið um ýmis smærri verkefni og þeir
hafi ekki treyst sér til þess að bæta við
sig öllum stærri verkefnunum. Þeir
hafi hreinlega ekki getað haldið
kvínni upptekinni í langan tíma fyrir
hvert verk.
„Það breytist nú þegar við tökum
þá stóru í gagnið. Við vonumst til þess
að geta stækkað markaðinn í stað þess
að fara í samkeppni við okkur sjálfa.
Við stefnum að því að ná til þeirra
sem hingað til hafa farið með skipin
til útlanda. íslendingar eiga orðið
töiuvert af mjög stórum skipum og
þróunin og kröfurnar eru þannig að
þau munu halda áfram að stækka,"
segir Eiríkur. Guðmundur bætir við að
með tveimur upptökumannvirkjum
horfi þeir fram á meira jafnvægi í
rekstrinum. Nú geti þeir tekið að sér
stærri verkefni sem taki lengri tíma og
--------------------ÆGIR 37