Ægir - 01.10.1998, Síða 59
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Tilheyrandi línuveiðiútbúnaðinum,
er Line Tec tölvustýribúnaður með skjá
og stjórnborði frá Vaka hf. Line Tec
búnaðurinn gerir skipstjóra kleift að
stjórna dráttarkrafti og hraða línunnar
í drætti miðað við aðstæður hverju
sinni og koma þannig í veg fyrir að
fiskur tapist í drætti eða að línan slitni
vegna of mikils dráttarátaks.
Vindubúnaður
og losunarbúnaður
Fremst á efraþilfari er akkerisvinda
með tveimur útkúplanlegum vírtroml-
um og tveimur koppum.
Nýr þilfarskrani frá Palfinger kemur
í stað löndunarbómu sem áður var.
Kraninn hefur 2 tonna lyftigetu við 6
metra arm og er útbúinn með 2 tonna
vírspili.
Vélbúnaður
Aðalvélin er ný frá Caterpillar af gerð-
inni 3512B, 12 strokka V-byggð fjór-
gengis vél með túrbínu og millikæli.
Hún er 738kW (1003 hö) við 900
sn/mín. Vélin tengist nýjum niður-
færslugír með innbyggðri kúplingu frá
Reintjes af gerðinni LAF-742 með nið-
urgíruninni 3,3:1. Eldri skrúfubúnaður
frá Seffle af gerðinni HUB 53/3 sem
fyrir var í skipinu er notaður áfram.
Skrúfan er þriggja blaða, 2100 mm í
þvermál og án hrings.
Hjálparvélar
Tvær hjálparvélar eru í skipinu, ein ný
frá Caterpillar af gerðinni 3304 DIT, 4
strokka, 127 hö sem knýr 85 kW rafal
frá sama framleiðanda, 220/380V AC.
Eldri vélin var sett niður í skipið árið
1991. Hún er sömu gerðar og eins út-
búin og nýja vélin.
Rafkerfi skipsins er 3 x 220/380 V,
50 Hz. og í skipinu er 63A landtenging.
Hægt er að keyra ljósavélar saman.
Stýrisvélin er frá Tenfjord, gerð H-
330-130 ESG-415. Á Spáni var stýris-
blaðinu breytt, stækkað fram um 20
cm og á það settur stýrisuggi.
Eldsneytisolíuskilvinda er frá West-
Núpur smíðaður í
upphafi fyrir færeyskan
útgerðarmann
Skipið var smíðað hjá skipasmíðastöðinni Szczecinska Stocznic
Remontowa í Póllandi árið 1976 fyrir Færeyinginn J.F. Kjplbro. Skipið er nr.
OR30/6, smíðað samkvæmt kröfum og undir eftirliti Det Norske Veritas í
flokki ( 1A, Deep Sea Fishing, Ice C, MV). Núpur BA er eitt af níu línu-
veiðiskipum sem Færeyingar létu smíða fyrir sig á árunum 1976 til 1978 í Pól-
landi. Skipið sem alla tíð hefur borið sama nafn var flutt inn í júní árið 1981
frá Færeyjum af Skyldi hf. á Paterksfirði. Þórsberg hf. á Tálknafirði eignaðist
Núp í júlí 1982 og Kaldbakur hf. í Grenivík í nóvember 1983 og gerði það út
til janúar 1990. í febrúar 1990 var Núpur í eigu Þórs hf. á Eskifirði, en núver-
andi eigandi, Oddi hf., eignaðist skipið í ágúst 1990. Skipið hefur að rnestu
verið óbreytt þar til nú. Ný ljósavél var sett í skipið árið 1991 og andvelti-
geymir 1993.
Helstu breytingar nú
Skipið var lengt um 6 metra fyrir framan band nr. 27, alls 12 bönd. Að-
staða fyrir áhöfn var endurnýjuð, allir klefar endurnýjaðir og nýrri setustofu
og saunabaði var komið fyrir. Skipt var um aðalvél og ljósavél, og nýjum þil-
farskrana komið fyrir á efraþilfari. Röralagnir og sjódælur voru endurnýjað-
ar og rafkatli komið fyrir í stað olíumiðstöðvar sem var fjarlægð.
MÆ. 59
Guðbergur Rúnarsson