Ægir - 01.10.1998, Side 61
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Helstu birgjar og verktakar
við breytingu Núps BA
Atlas hf...........................................Umboðsaðili fyrir Astilleros
......................De Pasala, S.A, Palfinger krana og Bobas Azcue dælur
Hekla hf.........................................Caterpillar aðalvél og Ijósavél
Rafhitun hf............................................................Rafketill
Málning hf.......................................................Skipamálning
Vélsmiðjan Logi........................................Búnaðurá vinnsluþilfari
falia, gerð OTA 2-00-066 og tvær Sten-
hoj Espholin loftpressur eru í skipinu.
Heitavatnskerfi sem nýtir varma frá
kælivatni véla er í skipinu. Rafkyntur
12kW heitavatnsketill er keyrður inn á
kerfið þegar slökkt er á vélum.
Vökvakerfi
Vökvakerfi er háþrýst og knúið af raf-
magnsmótorum. Kerfið knýr línu- og
netavindu, akkerisvindu, losunarkrana
og búnað á vinnsluþilfari.
Kælikerfi
Tvær kælivélar frá Blizer eru fyrir kæl-
ingu lestar og fyrir beitufrystir. Kæli-
kerfin nota kælimiðilinn 401A, u.þ.b
12 Kg á hvort kerfi. Fyrir beituklefa er
frystikerfið sambyggð kæliþjappa og
rafmótor, og einn eimir með rafblás-
ara. Tveir rafblásarar og eimar eru í
lest og þjappan er Blizer 5, sjókæld.
Helstu tæki í brú
* Sjálfstýring: Neco 528
* Dýptarmœlir: Kajo Denkt KMC-11
MIT
* Ratsjá: Tokimec BR 1800
* Miðunarstöð: Tayo TD A-139
* Loran C: Appelco DXL-6100
* Loran C: Appelco ALC-900
* GPS Móttakari: Koden KGP-930
* Plotter: Shipmate RS 2500
* GPS plotter: Shipmate RS 5900
* Móttakari: Skanti R 2000
* Millibylgjustöð: Sailor T122/R106
* VHF talstöðvar: Icorn IC-M80 og RT-
2047
* CB-talstöð: Lafiette HB-740
* 2182 vörður: LÍ-VKT
Auk þess er sjónvarpskerfi fyrir þil-
far, þrjár myndavélar og skjár í brú.
Gúmmíbjörgunarbátarnir eru þrír frá
Viking, tveir 8 manna og einn 12
manna. Zodiac slöngubátur með mót-
or er á bátaþilfari.
Fiskifélag íslands þakkar öllum sem
aðstoðuðu og veittu upplýsingar við gerð
greinarinnar, sérstaklega þeim Halldóri
Leifssyni útgerðarstjóra hjá Odda, Her-
manni Haraldssyni hjá Verkfrœðistofunni
Feng og Magnúsi Smith hjá Atlas.
REVTINGUR
Hábergið GK aftur til
Þorbjarnar hf.
Nótaskipið Háberg GK skiptir um
eigendur að lokinni loðnuvertíð í
vor. Þorbjörn hf. í Grindavík hefur
keypt skipið af Samherja hf. án
kvóta en því verða tryggðar
veiðiheimildir til að hægt verði að
gera það út árið um kring. Háberg
var á sínum tíma í eigu Þorbjarnar
hf. en hét þá Hrafn GK en var síðar
gert út af útgerðarfyrirtækinu Siglu-
bergi. Þaðan fór skipið til Fiskimjöls
og lýsis hf. og Samherja hf., eftir að
það fyrirtæki keypti Fiskimjöl og
lýsi.
\S1 FRYSTIKERFI ehf
AGDK 61