Ægir - 01.05.1999, Page 12
Þorsteinn Pálsson kveður sjávarútvegsráðuneytið
eftir átta ár í ráðherrastólnum:
Þjóðin hefur aldrei notið
ávaxtanna af sjávarútvegi
j afn ríkulega og nú
ÞORSTEINN PÁLSSON LAUK Á DÖGUNUM ÁTTA ÁRA STARLISÍNU
SEM SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA OG HELDUR NÚ í JÚNÍ TIL
LONDON OG GERIST SENDIHERRA ÍSLANDS í BRETLANDI. Á TÍMA
ÞORSTEINS Á RÁÐHERRASTÓLI HEFUR ÓUMDEILANLEGA ORÐIÐ
MIKIL BREYTING í SJÁ VAR ÚTVEGINUM OG GREININ FJARLÆGST
BEIN AFSKIPTIRÍKISVALDSINS EN FÆRST AÐ SAMA SKAPI YFIR í
OPNARA SAMKEPPNISUMHVERFI. í SAMTALI VIÐ ÆGIRÆÐIR ÞOR-
STEINN UM BREYTINGARNAR íSJÁVARÚTVEGINUM OG ÞAU VIÐ-
HORF SEM HANN TELUR MIKILVÆGAST AÐ HÖFÐ SÉU AÐ LEIÐAR-
LJÓSI VIÐ STJÓRNUN GREINARINNAR.
„Fyrir áratug var uppspretta verð-
bólgunnar í meingölluðu skipulagi
sjávarútvegsins," segir Þorsteinn og
leggur þunga áherslu á að verðbólgan
hafi verið sjávarútveginum og öllu
þjóðfélaginu mikil ógnun.
„Fyrir áratug var lítið eigið fé í at-
vinnugreininni, það fékkst ekkert fjár-
festingarfjármagn og ríkið varð að
leggja það fé fram með ýmsu móti.
Það voru rekstrarvandræði í flestum
fyrirtækjum og ríkisvaldið var að
bjarga mörgum þeirra með ýmsum að-
gerðum, sértækum eða gengisbreyting-
um, með reglulegu millibili. Þetta
þýddi að fé var flutt frá almenningi
yfir til sjávarútvegsins með gengis-
breytingum eða sköttum. í dag hefur
þessu verið algerlega snúið við og
markaðskerfi verið innleitt í fiskveiði-
stjórnunina.
Þannig hefur komist á stöðugleiki
og núna kemur einkafjármagn inn í
sjávarútveginn á nýjan ieik. Fyrir
landsbyggðina er þetta ekki síst mikil-
vægt. Landsbyggðin var í gegnum
gamla kerfið í sjávarútveginum að
missa fjármagn til höfuðborgarsvæðis-
ins en er núna að fá til sín fjármagn.
Stöðugleikinn sem hefur skapast
vegna breytinganna í sjávarútveginum
hefur líka fært þjóðinni arð af auð-
lindinni með beinum hætti yfir búðar-
borðið í formi stöðugs gengis. Þetta
eru gríðarlega mikil umskipti og ein
megin undirstaðan aukins kaupmáttar
á síðasta áratug," segir Þorsteinn.
„Stöðugleikinn sem
hefur skapast vegna
breytinganna
í sjávarútveginum
hefur líka fœrt þjóðinni
arð af auðlindinni
með beinum hœtti
yfir búðarborðið
í formi
stöðugs gengis."
12 ÆGIR