Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.1999, Side 38

Ægir - 01.05.1999, Side 38
Guðbergur Rúnarsson verkfrceðmgur hjá Fiskifélagi íslands skrifar Fiskifélag íslands Aukínn togkraftur íslenskra togskípa /þessari grein verður fjallað um breytingar á framdrifskerfum þilfarsskipa, sérstaklega togskipa, eftir að kvótakerfið var sett á árið 1984. Með tilkomu kvótakerfisins breyttist rekstrarumliverfi sjávarútvegs mikið. Sókn í helstu fiskitegundir sem veiðast við ísland var takmörkuð við aflamark og útgerðar- menn vissu livað var til skiptanna, eða hvað skipin máttu veiða á fiskveiðiár- inu. Töluverðar deilur hafa verið um þetta kerfi allar götur síðan og sýnist sitt hverjum. Útgerðarmenn voru í þeirri stöðu að aflinn var takmarkaður á veiðislóðum við ísland. Nokkrar teg- undir voru þó undanskildar kvóta og sókn í þessa stofna jókst verulega. Samhliða aukinni sókn í vannýtta stofna varð ásókn í kvóta útgerða sem af einhverjum ástæðum þurftu að selja. Þegar þetta svigrúm minnkaði, reyndu menn fyrir sér á nýjum veiði- svæðum, fjarlægum slóðum og er helst að nefna Reykjaneshrygg og Barentshaf með tilheyrandi deilum 38 AGiIR ---------------------- við Norðmenn og Rússa, við Nýfunda- land og í Síldarsmugunni. Síðast en ekki síst hófst útrás íslenskra útgerða til annarra landa til að nýta kvóta og veiðileyfi þessara landa. Umtalsverðar breytingar urðu jafnframt á togaraflot- anum, sem er nú að meðaltali rúmlega 22 ára. Sumum skipunum var breytt í vinnsluskip, önnur lengd og búin perustefni. Mörg skip hafa fengið nýjar vélar og nokkrar endurbætur á skrúfubúnaði. Þrátt fyrir allar endur- bætur er togkraftur margra togara í minna lagi, sérstaklega fyrir veiðar á djúpslóð með nýjum og stærri veiðar- færum og hefur þörfin fyrir aukin tog- kraft aukist. Til að auka togkraft skipa skiptir þvermál skrúfu, snúningshraði hennar og vélarafl út á skrúfuás höf- uðmáli. Skrúfubreytingar eru að öllu jöfnu nokkuð dýrar, því auk þess að skipta um skrúfu, gír og vél þarf oftast að smíða nýtt afturskip. Eitt fyrirtæki hérlendis hefur haslað sér völl hér heima og erlendis fyrir aflaukandi aðgerðir fyrir togskip. Það er fyrirtækið Naust Marine hf. sem hefur sett upp búnað sem kallað er Auto-Gen í togskip. Að sögn forráða- manna fyrirtækisins eykur búnaður- inn togkraft skipanna um allt að 25%, sem er áhugaverður kostur fyrir skip með takmarkað vélarafl. Hugmyndin er sáraeinföld og byggir á því að hægt sé að nota búnaðinn sem fyrir er, þ.e. gír, vél og skrúfubúnað. Skuttogararnir eru flestir búnir ásraföium og sumir

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.