Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 8

Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 8
„Sátt um sjávarútvegiim suýr ekki eitigöngu að stjómvöldum heldur fjallar húti líka um daglegt starf fyrirtcekjaima þar sem ákvarðanataka í daglegri stjómun þeirra verður mark- vissari ef stjómendur liafa staðfastar upplýsingar um stefnu stjómvalda í sjávarútvegsmálum til framtíðar," segir Ámi. viðgangur fiskistofnanna, skil- yrði í hafinu og fleira. Þegar sest sé niður í upphafi kjör- tímabilsins þá hljóti vonirnar að standa til þess að hin sterka atvinnugrein, sjávarútvegur- inn, verði enn sterkari eftir fjögur ár. „Sjávarútvegsráðuneytið hlýtur að vera eitt mikilsverð- asta ráðuneytið í samfélagi eins og okkar þar sem þjóðarbúið byggist að stærstum hluta á sjávarútvegi. En um leið hlýtur það að vera fylgifiskur jafn mikilvægrar greinar að skoðan- ir um hana eru skiptar og upp- leggið hjá ríkisstjórninni, til viðbótar við hefðbundna stýr- ingu á sjávarútvegsmálunum, er að sjávarútvegsráðherrann beiti sér fyrir að ná víðtækari sátt um greinina. Ég vil ekki setja mér nein tímamörk um þá vinnu en ég tel heldur ekk- ert unnið með því að tefja þá vinnu meira en nauðsynlegt er. Sátt um sjávarútveginn snýr ekki eingöngu að stjórnvöldum heldur fjallar hún líka um daglegt starf fyrirtækjanna þar sem ákvarðanataka í daglegri stjórnun þeirra verður markvissari ef stjórnend- ur hafa staðfastar upplýsingar um stefnu stjórnvalda í sjávarútvegsmál- um til framtíðar," segir Árni og viður- kennir að margar leiðir sé hægt að fara að því marki að skapa aukna sátt um sjávarútvegsmálin. „En þeir aðilar sem koma að þessari vinnu þurfa að hafa hagsmuni heild- arinnar í huga og sérþekkingu á ein- stökum þáttum greinarinnar. Við erum nú þegar byrjaðir að undirbúa þetta verkefni en um frekari tímamörk eða útfærslu er ekkert hægt að segja á þessu stigi." Breytingar komi ekki niður á afrakstri af sjávarútveginum Árni segir að þó svo að einhverjar breytingar kunni að verða á fiskveiði- stjórnuninni í þá veru að skapa aukna sátt um greinina, þá sé mjög skýrt í „Líkur á algjörlega nýju fiskveiði- stjórnunarkerfi eru ekki miklar." stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að sjávarútvegurinn skili að minnsta kosti jafn miklu í þjóðarbúið og grein- in gerir í dag. „Það má kannski segja að út frá þessu atriði sé ljóst að líkur á algjör- lega nýju fiskveiðistjórnunarkerfi eru ekki miklar. Enda teldi ég ótrúlegt að okkur tækist að búa til hér á landi tvö fiskveiðistjórnarkerfi sem væru í fremstu röð í heiminum. En það er að sama skapi líklegt að einhverjar breytingar muni koma fram á fiskveiðistjórninni sem verði í átt til aukinnar sátt- ar." - Sérðu t.d. fyrir þér breytingar sem gætu svarað þeirri gagn- rýni sem komið hefur fram frá Vestfjörðum í kjölfar erfiðs ástands í fjórðungnum núna í byrjun sumars? „Ég veit reyndar ekki hvort þetta einstaka mál á Vestfjörð- um getur verið táknrænt fyrir íslenska fiskvinnslu því hjá Rauðsíðu hefur fyrst og fremst | verið unninn Rússafiskur og s þetta einstaka dæmi tengist 1 ekki fiskveiðum sem slíkum. Vissulega eru svona mál notuð til gagnrýni á sjávarútvegs- stjórnunina og ég á ekki von á öðru en gagnrýnin í sjávarút- veginum haldi áfram og hún er af hinu góða, svo lengi sem hún er málefnaleg. En mitt hlutverk verður hins vegar að meta þau atriði í gagn- rýnisumræðunni sem snúa að þáttum þar sem hægt er að gera breytingar til farsældar fyrir greinina og þjóðarbú- ið." Hvalveiðar á næsta ári ólíklegar Ekki þarf að efast um áhuga Árna á að hvalveiðar hefjist að nýju á íslandi. Aðspurður um þetta mál vísar Árni til samþykktar ályktunar á Alþingi þess efnis að hvalveiðar skuli hefjast sem fyrst en til þurfi fyrst að koma öflugt kynningarstarf. „Kynningarstarfið er ekki hafið og þar af leiðandi tel ég ólíklegt að hval- veiðar geti hafist á næsta ári en að mínu mati er aðalatriðið ekki hvort veiðar geti hafist árið 2000 eða 2001 heldur að undirbúningur verði sem vandaðastur þegar að veiðunum kem- ur," segir Árni M. Mathiesen, sjávarút- vegsráðherra. 8 ÆGÍR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.