Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 24
Leiðbeiningar um 2000
vandann í sj ávarútvegi
Lloyd's hefurgefið út leiðbeiningabœkling handa út-
gerðarmönnum og skipstjórnetidum um 2000 vatid-
ann. Þar segir að verði ekki gerðar viðeigandi ráðstafanir
kyntti það að hafa tnjög alvarlegar afleiðingar. í sumum
tilvikum getur verið erfitt að sjá hann fyrir, til dcemis þeg-
ar utn er að rœða rafeindakerfiseiningar, setn eru inn-
byggðar í stœrri kerfi og virktti þeirra þvt ekki beinlínis
sýnileg.
í bæklingnum segir að vandinn sé að því
leyti sérstæður að ógerlegt sé að fresta
lausn hans.
Hlutverk bæklingsins er
tvíþætt:
• Að skilgreina áhættu í siglingum
vegna rangrar dagsetningar og
• hvernig vandinn verði best leystur.
Vandinn er hins vegar þríþættur:
• Tölvur sem sýna ártal með tveimur tölu-
stöfum þekkja hugsanlega ekki árið 2000 og
árin eftir það.
• Tölvur með klukkum sem ekki hafa verið
forritaðar með árinu 2000 sem hlaupári þekkja
ekki dagsetninguna 29. febrúar 2000.
• GPS staðarákvörðunarkerfið telur
vikurnar sem liðnar eru síðan kerfið
var tekið í notkun. GPS móttakarar
frá sumum framleiðendum geta
hugsanlega ruglast þegar viku 1023
lýkur, þ.e. aðfaranótt 22. ágúst 1999
þegar vikunúmer núllstiliist.
í bæklingnum er bent á að í ljósi
þessa sé óhjákvæmilegt fyrir sérhverja
útgerð og skipstjórnanda að gera áætlun
um hvernig brugðist skuli við vandanum til
að koma í veg fyrir slys sem valdið gætu
mannskaða og eignatjóni.
í bæklingnum eru gefnar nokkrar ábendingar
um aðgerðir:
• Sjá til þess að öll tæki og búnaður vinni
eðlilega árin 1999 og 2000 og upp frá því.
• Gera neyðaráætlanir til að bregðast við fyr-
irséðum og ófyrirséðum vandamálum.
• Gera áætlanir um aðgerðir ef þjónusta einstaklinga og
fyrirtækja við útgerðina bregst.
Gefin eru í bæklingnum dæmi um vandamál sem þegar
eru þekkt í viðvörunar- og gátkerfum, t.d. að öryggiskerfi
sem sýndi árið 00 túlkaði það sem sem „ár fyrir árið 1999"
þegar dagsetningin breyttist í 1. janúar 2000. Þetta olli því
að að viðvörunin birtist rangt á skjánum svo erfitt var að sjá
hvar bilunin var.
Annað öryggiskerfi þekkti 29. febrúar 2000 en sýndi næst
29. febrúar 2001, 2002 og svo framvegis.
24 ffllR