Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 24

Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 24
Leiðbeiningar um 2000 vandann í sj ávarútvegi Lloyd's hefurgefið út leiðbeiningabœkling handa út- gerðarmönnum og skipstjórnetidum um 2000 vatid- ann. Þar segir að verði ekki gerðar viðeigandi ráðstafanir kyntti það að hafa tnjög alvarlegar afleiðingar. í sumum tilvikum getur verið erfitt að sjá hann fyrir, til dcemis þeg- ar utn er að rœða rafeindakerfiseiningar, setn eru inn- byggðar í stœrri kerfi og virktti þeirra þvt ekki beinlínis sýnileg. í bæklingnum segir að vandinn sé að því leyti sérstæður að ógerlegt sé að fresta lausn hans. Hlutverk bæklingsins er tvíþætt: • Að skilgreina áhættu í siglingum vegna rangrar dagsetningar og • hvernig vandinn verði best leystur. Vandinn er hins vegar þríþættur: • Tölvur sem sýna ártal með tveimur tölu- stöfum þekkja hugsanlega ekki árið 2000 og árin eftir það. • Tölvur með klukkum sem ekki hafa verið forritaðar með árinu 2000 sem hlaupári þekkja ekki dagsetninguna 29. febrúar 2000. • GPS staðarákvörðunarkerfið telur vikurnar sem liðnar eru síðan kerfið var tekið í notkun. GPS móttakarar frá sumum framleiðendum geta hugsanlega ruglast þegar viku 1023 lýkur, þ.e. aðfaranótt 22. ágúst 1999 þegar vikunúmer núllstiliist. í bæklingnum er bent á að í ljósi þessa sé óhjákvæmilegt fyrir sérhverja útgerð og skipstjórnanda að gera áætlun um hvernig brugðist skuli við vandanum til að koma í veg fyrir slys sem valdið gætu mannskaða og eignatjóni. í bæklingnum eru gefnar nokkrar ábendingar um aðgerðir: • Sjá til þess að öll tæki og búnaður vinni eðlilega árin 1999 og 2000 og upp frá því. • Gera neyðaráætlanir til að bregðast við fyr- irséðum og ófyrirséðum vandamálum. • Gera áætlanir um aðgerðir ef þjónusta einstaklinga og fyrirtækja við útgerðina bregst. Gefin eru í bæklingnum dæmi um vandamál sem þegar eru þekkt í viðvörunar- og gátkerfum, t.d. að öryggiskerfi sem sýndi árið 00 túlkaði það sem sem „ár fyrir árið 1999" þegar dagsetningin breyttist í 1. janúar 2000. Þetta olli því að að viðvörunin birtist rangt á skjánum svo erfitt var að sjá hvar bilunin var. Annað öryggiskerfi þekkti 29. febrúar 2000 en sýndi næst 29. febrúar 2001, 2002 og svo framvegis. 24 ffllR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.